Innlent

40 útlendingar læra flug hér

Tveir Ítalir útskrifuðust sem flugmenn í vikunni en námið í skólanum hefur notið vinsælda meðal útlendinga.
Tveir Ítalir útskrifuðust sem flugmenn í vikunni en námið í skólanum hefur notið vinsælda meðal útlendinga. Fréttablaðið/Heiða

Hátt í fjörutíu erlendir flugnemar munu leggja stund á verklegt nám í Flugskóla Íslands í ár. Fjöldinn var svipaður á síðasta ári, en eftir fall íslensku krónunnar hefur aðsókn í námið erlendis frá aukist jafnt og þétt.

Flestir nemarnir hafa stundað nám til umbreytingar á bandarískum flugmannsréttindum yfir í evrópsk en aðrir taka lengra nám til útgáfu skírteina frá Flugmálastjórn Íslands, eins og fram kemur í tilkynningu frá Flugskólanum.

Flestir nemendurnir eru frá Ítalíu en koma einnig frá Norðurlöndunum og nokkrum öðrum Evrópulöndum. Tveir ítalskir nemendur luku atvinnuflugmannsprófi við skólann í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×