Helmingi minni aukning hjá ÍSAL Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 17. maí 2013 07:00 Ólafur Teitur Guðnason Framleiðslugeta álversins í Straumsvík verður aðeins aukin í 205 þúsund tonn á ári, en ekki 230 eins og fyrirhugað hafði verið. Þetta þýðir að fyrirtækið hefur ekki not fyrir nema rúm 28 af þeim 75 megavöttum sem það hafði samið við Landsvirkjun um. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa tæknilegir örðugleikar sett strik í reikninginn. Ætlunin var að auka strauminn sem notaður er og framleiðsluna þannig með. Í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem barst í gær, segir að ekki hafi verið talið fýsilegt að verja meiri fjármunum en þegar hefur verið gert til að ná fram framleiðsluaukningunni. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir að fyrirtækið sé með samning við Landsvirkjun um 75 viðbótarmegavött. „Sá samningur er til 2036 og hann er enn þá í gildi. Núna þurfum við bara að setjast niður með Landsvirkjun og fara aðeins yfir hvað þetta þýðir og hvernig við leysum úr þessari stöðu sem er komin upp. En samningurinn gildir enn.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í Fréttablaðinu í gær að ljóst væri að seinkun yrði á verkefninu, en vísaði að öðru leyti á forsvarsmenn álversins. Ekki náðist í hann í gær. Kostnaður við framleiðsluaukninguna var áætlaður um 57 milljarðar og í tilkynningu fyrirtækisins segir að hann verði vart undir því. Nú þegar hafi yfir 50 milljörðum verið varið í verkefnið, sem og breytingar á framleiðsluafurðum og það að auka rekstraröryggi. Þá hafi verkefnið skapað yfir 600 ársverk, eins og áætlað var. „Ákvörðun þessi hefur ekki áhrif á aðra meginþætti fjárfestingarverkefnisins í Straumsvík, það er að skipta að fullu yfir í framleiðslu á stöngum í stað barra og að auka afkastagetu lofthreinsivirkja. Rétt er að leggja áherslu á að í dag vinna um 150 manns að þeim verkefnum sem haldið verður áfram með.“ Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Framleiðslugeta álversins í Straumsvík verður aðeins aukin í 205 þúsund tonn á ári, en ekki 230 eins og fyrirhugað hafði verið. Þetta þýðir að fyrirtækið hefur ekki not fyrir nema rúm 28 af þeim 75 megavöttum sem það hafði samið við Landsvirkjun um. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa tæknilegir örðugleikar sett strik í reikninginn. Ætlunin var að auka strauminn sem notaður er og framleiðsluna þannig með. Í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem barst í gær, segir að ekki hafi verið talið fýsilegt að verja meiri fjármunum en þegar hefur verið gert til að ná fram framleiðsluaukningunni. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir að fyrirtækið sé með samning við Landsvirkjun um 75 viðbótarmegavött. „Sá samningur er til 2036 og hann er enn þá í gildi. Núna þurfum við bara að setjast niður með Landsvirkjun og fara aðeins yfir hvað þetta þýðir og hvernig við leysum úr þessari stöðu sem er komin upp. En samningurinn gildir enn.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í Fréttablaðinu í gær að ljóst væri að seinkun yrði á verkefninu, en vísaði að öðru leyti á forsvarsmenn álversins. Ekki náðist í hann í gær. Kostnaður við framleiðsluaukninguna var áætlaður um 57 milljarðar og í tilkynningu fyrirtækisins segir að hann verði vart undir því. Nú þegar hafi yfir 50 milljörðum verið varið í verkefnið, sem og breytingar á framleiðsluafurðum og það að auka rekstraröryggi. Þá hafi verkefnið skapað yfir 600 ársverk, eins og áætlað var. „Ákvörðun þessi hefur ekki áhrif á aðra meginþætti fjárfestingarverkefnisins í Straumsvík, það er að skipta að fullu yfir í framleiðslu á stöngum í stað barra og að auka afkastagetu lofthreinsivirkja. Rétt er að leggja áherslu á að í dag vinna um 150 manns að þeim verkefnum sem haldið verður áfram með.“
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira