Innlent

Engin laxaseiði í bæjarlækinn

Hornsílin halda lendum sínum óskiptum.
Hornsílin halda lendum sínum óskiptum.

Ekkert verður af því að laxa-, urriða- og silungaseiðum verði sleppt í Kópavogslæk og Kópavogstjörn eins og Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, lagði til.

Þegar málið kom til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar lagði einn stuðningsmannanna, Ólafur Þór Gunnarsson úr VG, til að bætt yrði við ákvæði um að sérstaklega yrði horft til þess að Kópavogur sé friðaður og til nýrra náttúruverndarlaga. Það dugði ekki til og tillagan féll með þremur atkvæðum gegn fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×