Tugir íhuga að stíga fram eftir viðtalið Lovísa Eiríksdóttir skrifar 9. júlí 2013 07:00 María Rut Kristinsdóttir segir mikilvægast skrefið að segja frá ef maður hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. Mynd/Arnþór Á fjórða tug þolenda kynferðisofbeldis, af báðum kynjum, hafa haft samband við Maríu Rut Kristinsdóttur, formann Stúdentaráðs, eftir einlægt viðtal við hana í Fréttablaðinu um helgina. Þar segir hún meðal annars frá því þegar hún varð fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. María Rut sagði fyrst frá ofbeldinu þegar hún var 17 ára en nú er hún 24 ára gömul og segist vera frjáls undan martröðinni. Hún steig fram í þeirri von að geta verið öðrum innblástur sem búa yfir svipaðri lífsreynslu og hún. „Ég hef fengið gríðarlega mikil og jákvæð viðbrögð eftir viðtalið. Fólk er búið að hafa samband við mig og segja að frásögn mín hafi veitt því kjark og vilja til að stíga fram og segja frá sinni lífreynslu,“ segir María Rut og bætir við að henni þyki slíkt afar dýrmætt. „Það sem ég segi við þetta fólk er að mikilvægast af öllu sé að segja frá. Á meðan þetta er einungis leyndarmál tveggja einstaklinga gerist ekki neitt og þolendur sitja uppi með svartan köggul í sálinni,“ segir María Rut og bætir við hún reyni eftir bestu getu að svara öllum sem haft hafi samband. „Með þessu viðtali er ég vissulega að taka áhættu en í leiðinni að gera umræðuna opnari, sem veitir fólki styrk til þess að stíga fram með sín leyndarmál. Með opnari umræðu hættir þetta smám saman að vera feimnismál fyrir þolendur kynferðisofbeldis og ábyrgðin flyst yfir á gerandann.“ María Rut hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður Druslugöngunnar í ár, sem hún segir vera einstakan heiður. „Það er nú orðið mitt hjartans mál að vekja athygli á kynferðisofbeldi og að ábyrgðin eigi ekki að liggja á þolendum heldur gerendum,“ segir María Rut. Druslugangan verður haldin 27. júlí næstkomandi í þriðja sinn. „Það er svo mikið til af brotnum sálum sem sjá enga lausn. Stærsta skrefið er að segja frá og ég er dæmi um það. Nú er mitt mál hætt að standa í vegi fyrir mér sem gerir það að verkum að nú er allt orðið svo miklu betra og bjartara,“ segir María, sem vonar að sem flestir sem lent hafi í ofbeldi af þessu tagi finni kjarkinn til að segja frá. Guðrún Jónsdóttir talsmaður StígamótaSýnir hugrekki og styrkGuðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að María Rut hafi sýnt mikið hugrekki með því að stíga fram opinberlega. „Venjan er sú að svona viðtöl leiða til þess að fleiri treysta sér til að skoða eigin mál. Ég tel að það geti verið hvetjandi fyrir aðra að hlusta á fólk sem tekur ekki lengur ábyrgð á ofbeldi sem aðrir frömdu gegn því,“ segir Guðrún en bætir þó við að fólk þurfi að hugsa sig vel um áður en út í slíkt sé farið vegna þess að því geti jafnframt fylgt mikið álag. „Þegar fólk er búið að vinna með sjálft sig og varpa af sér skömm og sektarkennd, eins og María Rut hefur greinilega gert, getur það verið mikilvægur liður í bataferli að segja frá sögu sinni opinberlega til að hjálpa öðrum,“ segir Guðrún, sem telur hugrekki og styrk Maríu afar mikilvægan og frásögn hennar hið besta mál. Tengdar fréttir Mig langar að vera gott fordæmi María Rut Kristinsdóttir hafði upplifað ýmislegt þegar hún varð móðir, aðeins átján ára gömul. Fimmtán ára bjó hún ein á Ísafirði og lifði á kakósúpu og fiskibollum og sextán ára svaf hún í hálft ár á dýnu heima hjá Illuga Gunnarssyni. Í dag er hún orðin formaður Stúdentaráðs og dregur sem slíkur hvergi af sér í baráttu gegn Illuga, sem er eins og annar faðir hennar. 6. júlí 2013 10:46 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Á fjórða tug þolenda kynferðisofbeldis, af báðum kynjum, hafa haft samband við Maríu Rut Kristinsdóttur, formann Stúdentaráðs, eftir einlægt viðtal við hana í Fréttablaðinu um helgina. Þar segir hún meðal annars frá því þegar hún varð fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. María Rut sagði fyrst frá ofbeldinu þegar hún var 17 ára en nú er hún 24 ára gömul og segist vera frjáls undan martröðinni. Hún steig fram í þeirri von að geta verið öðrum innblástur sem búa yfir svipaðri lífsreynslu og hún. „Ég hef fengið gríðarlega mikil og jákvæð viðbrögð eftir viðtalið. Fólk er búið að hafa samband við mig og segja að frásögn mín hafi veitt því kjark og vilja til að stíga fram og segja frá sinni lífreynslu,“ segir María Rut og bætir við að henni þyki slíkt afar dýrmætt. „Það sem ég segi við þetta fólk er að mikilvægast af öllu sé að segja frá. Á meðan þetta er einungis leyndarmál tveggja einstaklinga gerist ekki neitt og þolendur sitja uppi með svartan köggul í sálinni,“ segir María Rut og bætir við hún reyni eftir bestu getu að svara öllum sem haft hafi samband. „Með þessu viðtali er ég vissulega að taka áhættu en í leiðinni að gera umræðuna opnari, sem veitir fólki styrk til þess að stíga fram með sín leyndarmál. Með opnari umræðu hættir þetta smám saman að vera feimnismál fyrir þolendur kynferðisofbeldis og ábyrgðin flyst yfir á gerandann.“ María Rut hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður Druslugöngunnar í ár, sem hún segir vera einstakan heiður. „Það er nú orðið mitt hjartans mál að vekja athygli á kynferðisofbeldi og að ábyrgðin eigi ekki að liggja á þolendum heldur gerendum,“ segir María Rut. Druslugangan verður haldin 27. júlí næstkomandi í þriðja sinn. „Það er svo mikið til af brotnum sálum sem sjá enga lausn. Stærsta skrefið er að segja frá og ég er dæmi um það. Nú er mitt mál hætt að standa í vegi fyrir mér sem gerir það að verkum að nú er allt orðið svo miklu betra og bjartara,“ segir María, sem vonar að sem flestir sem lent hafi í ofbeldi af þessu tagi finni kjarkinn til að segja frá. Guðrún Jónsdóttir talsmaður StígamótaSýnir hugrekki og styrkGuðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að María Rut hafi sýnt mikið hugrekki með því að stíga fram opinberlega. „Venjan er sú að svona viðtöl leiða til þess að fleiri treysta sér til að skoða eigin mál. Ég tel að það geti verið hvetjandi fyrir aðra að hlusta á fólk sem tekur ekki lengur ábyrgð á ofbeldi sem aðrir frömdu gegn því,“ segir Guðrún en bætir þó við að fólk þurfi að hugsa sig vel um áður en út í slíkt sé farið vegna þess að því geti jafnframt fylgt mikið álag. „Þegar fólk er búið að vinna með sjálft sig og varpa af sér skömm og sektarkennd, eins og María Rut hefur greinilega gert, getur það verið mikilvægur liður í bataferli að segja frá sögu sinni opinberlega til að hjálpa öðrum,“ segir Guðrún, sem telur hugrekki og styrk Maríu afar mikilvægan og frásögn hennar hið besta mál.
Tengdar fréttir Mig langar að vera gott fordæmi María Rut Kristinsdóttir hafði upplifað ýmislegt þegar hún varð móðir, aðeins átján ára gömul. Fimmtán ára bjó hún ein á Ísafirði og lifði á kakósúpu og fiskibollum og sextán ára svaf hún í hálft ár á dýnu heima hjá Illuga Gunnarssyni. Í dag er hún orðin formaður Stúdentaráðs og dregur sem slíkur hvergi af sér í baráttu gegn Illuga, sem er eins og annar faðir hennar. 6. júlí 2013 10:46 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Mig langar að vera gott fordæmi María Rut Kristinsdóttir hafði upplifað ýmislegt þegar hún varð móðir, aðeins átján ára gömul. Fimmtán ára bjó hún ein á Ísafirði og lifði á kakósúpu og fiskibollum og sextán ára svaf hún í hálft ár á dýnu heima hjá Illuga Gunnarssyni. Í dag er hún orðin formaður Stúdentaráðs og dregur sem slíkur hvergi af sér í baráttu gegn Illuga, sem er eins og annar faðir hennar. 6. júlí 2013 10:46