Innlent

Eldur í Mjólkurbúi MS

Athugið að myndin er úr safni.
Athugið að myndin er úr safni.
Eldur kom upp í lögnum inn í vöruskemmu í Mjólkurbúi MS á Selfossi skömmu fyrir klukkan fjögur. Verið var að sjóða saman rör, og virðist sem eldur hafi komst inn í þau, og lagði mikinn reyk frá þeim.

Brunavarnir Árnessýslu eru á vettvangi. Verið er að reykræsta húsið, segir Guðmundur Geir Gunnarsson, mjólkurbústjóri MS á Selfossi. Óhappið á ekki að hafa nein áhrif á vinnslu í mjólkurbúinu.

Um hundrað manns vinna hjá Mjólkurbúinu og er allt starfsfólk komið út úr húsinu og hefur engan sakað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×