Innlent

Samkomulag í uppnámi

Heimir Már Pétursson skrifar
Frá Alþingi á dögunum.
Frá Alþingi á dögunum. Mynd/Vilhelm
Samkomulag sem gert var milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi í gær um þinghlé er í uppnámi eftir að meirihlutinn lagði fram breytingartillögu skömmu fyrir hádegi við veiðileyfgjaldsfrumvarp sjávarútvegsráðherra, um að sérstakt veiðigjald verði ekki lagt á kolmuna.

Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði breytingartillöguna fram með þeim rökum að kolmunaveiðar bæru sig ekki og væri sjáfhætt yrði gjaldið lagt á, en áætlaðar tekjur af því voru um 460 milljónir króna.

Þingmenn stjórnarandstöðunar segja þetta sprengju inni í samkomulag sem gert hefði verið um þinglok.

Þingmenn væru að ræða 127 milljón króna sparnað hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna þegar þessi tillga um 460 milljón króna afslátt væri kastað inn í umræðuna á lokametrunum, en þingstörfum átti að ljúka í dag samkvæmt samkomulagi.

Formenn þingflokka funda nú með forseta þingsins um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×