Innlent

Kenna útlendingum að verða sér úti um dóp á Íslandi

Jóhannes Stefánsson skrifar
Greinin segir að fíkniefni á Íslandi séu bæði léleg og dýr.
Greinin segir að fíkniefni á Íslandi séu bæði léleg og dýr. Skjáskot af vef
Erlend ferðamannavefsíða býður nú upp á ráð fyrir útlendinga til að verða sér úti um ólögleg fíkniefni hér á landi. Á síðunni segir hvar og hvernig sé hægt að verða sér úti um hin ýmsu efni án þess að vekja athygli lögreglu.

Í grein sem heitir „Að nota dóp á Íslandi" segir: „Fyrir suma eru kraumandi eldgos, bullandi hverir og ferð á jökla ekki nógu mikið ævintýri. Ótrúlega margir hafa samband og spyrja hvernig er hægt að verða sér út um ólögleg fíkniefni á meðan þeir dveljast á Íslandi."

Greinin ber Íslandi ekki fagra söguna hvað þetta varðar. „Það ætti ekki að koma á óvart að verðið er miklu hærra en í flestum löndum í hinum vestræna heimshluta. Að sama skapi eru gæði efnanna jafnan mjög léleg og harðari efnin eru mjög útþynnt."

Þá segir í greininni að ekki sé mælt með notkun slíkra efna hér á landi enda efnin, „hræðilega léleg og dýr en líka vegna þess að landið sjálft er mjög ávanabindandi og ef þú ert ekki hálfviti þá þarftu ekkert annað." Þá er einnig sagt frá því að lögreglan sé undirmönnuð og því ólíklegt að hún hafi hendur í hári þeirra sem hafa fíkniefni á sér, þó að slíkt sé vitanlega ólöglegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×