Gæludýrahótel vel nýtt yfir sumartímann Ingveldur Geirsdóttir skrifar 4. júlí 2013 19:06 Aðsókn á gæludýrahótel hefur aukist mikið undanfarin ár í takt við aukna gæludýraeign landsmanna. Júlí er fullbókaður á Hundahótelinu Leirum og sömu sögu er að segja á hótel Kattholti. Þar dvelja dýrin í góðu yfirlæti á meðan eigendurnir eru í sumarfríi. Á Hundahótelinu Leirum dvelja nú þrjátíu hundar og þrjár kisur en þar geta allar gæludýrategundir dvalið. Hreiðar Karlsson hefur rekið hótelið í tuttugu ár og segir alltaf nóg að gera. Þó mest yfir sumartímann og um hátíðir eins og jól og áramót, þá sé allt yfirfullt. Fastagestir hundahótelsins eru margir og segir Hreiðar að þeim fari fjölgandi í takt við aukna hundaeign landsmanna. Hann segir flesta hunda geta dvalið um tíma annars staðar en heima hjá sér. „Hundarnir eru mjög fljótir að aðlagast. Ég hef aldrei neitað hundi gistingu þó þeir geti sumir verið dálítið ágengir og leiðinlegir," segir Hreiðar. Sólarhringurinn fyrir einn hund kostar 2.200 krónur á Leirum, vikan yrði því á rúmar fimmtánþúsund krónur. Ýmis afsláttur bætist við ef hundarnir eru fleiri en einn eða dvelja í lengri tíma. En hvað með kisuna á heimilinu? Stærsta kattahótel landsins er í Kattholti en þar er verð fyrir hvern kött 1200 krónur á sólarhring. Viku pössun er þá komin upp í 8400 krónur. Tuttugu og fjögur þúsund krónur gætu því bæst við sumarfrískostnað fjölskyldunnar ef hundurinn og kötturinn eru sett á hótel í viku. Strax í vor var júlímánuður nánast uppbókaður á hótel Kattholti og þar dvelja í dag fjörtíu kettir. Fullbókað er fram yfir verslunarmannahelgi. „Það er mjög vinsælt að láta þá dvelja hér í viku til tíu daga en kettirnir eru hérna allt frá tveimur dögum og upp í mánuð," segir Halldóra Snorradóttir starfsmaður Kattholts. Hótelið hefur verið starfrækt síðan Kattholt opnaði fyrir tuttugum árum síðan og segir Halldóra vinsældir þess aukast ár frá ári. „Það eru allir kettir velkomnir en þeir þurfa að vera full bólusettir og fressar geltir." Halldóra á sér uppáhalds kisu á hótelinu, gulbröndótta fressin Bangsa sem hún segir mannelskan og skemmtilegan. En það eru ekki allar kisurnar í sumarfríi í Kattholti því heimilislausir kettir eru þar í miklum meirihluta. „Núna eru um það bil sextíu óskilakettir, það er mikið. Á sumrin er metfjöldi katta og þetta er mjög mikið af köttum," segir Halldóra. Ágætlega gengur að koma köttunum út að sögn Halldóru þó lítið fari af þeim yfir sumartímann þegar fólk er í fríi.Hundur á Hundahótelinu Leirum. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Aðsókn á gæludýrahótel hefur aukist mikið undanfarin ár í takt við aukna gæludýraeign landsmanna. Júlí er fullbókaður á Hundahótelinu Leirum og sömu sögu er að segja á hótel Kattholti. Þar dvelja dýrin í góðu yfirlæti á meðan eigendurnir eru í sumarfríi. Á Hundahótelinu Leirum dvelja nú þrjátíu hundar og þrjár kisur en þar geta allar gæludýrategundir dvalið. Hreiðar Karlsson hefur rekið hótelið í tuttugu ár og segir alltaf nóg að gera. Þó mest yfir sumartímann og um hátíðir eins og jól og áramót, þá sé allt yfirfullt. Fastagestir hundahótelsins eru margir og segir Hreiðar að þeim fari fjölgandi í takt við aukna hundaeign landsmanna. Hann segir flesta hunda geta dvalið um tíma annars staðar en heima hjá sér. „Hundarnir eru mjög fljótir að aðlagast. Ég hef aldrei neitað hundi gistingu þó þeir geti sumir verið dálítið ágengir og leiðinlegir," segir Hreiðar. Sólarhringurinn fyrir einn hund kostar 2.200 krónur á Leirum, vikan yrði því á rúmar fimmtánþúsund krónur. Ýmis afsláttur bætist við ef hundarnir eru fleiri en einn eða dvelja í lengri tíma. En hvað með kisuna á heimilinu? Stærsta kattahótel landsins er í Kattholti en þar er verð fyrir hvern kött 1200 krónur á sólarhring. Viku pössun er þá komin upp í 8400 krónur. Tuttugu og fjögur þúsund krónur gætu því bæst við sumarfrískostnað fjölskyldunnar ef hundurinn og kötturinn eru sett á hótel í viku. Strax í vor var júlímánuður nánast uppbókaður á hótel Kattholti og þar dvelja í dag fjörtíu kettir. Fullbókað er fram yfir verslunarmannahelgi. „Það er mjög vinsælt að láta þá dvelja hér í viku til tíu daga en kettirnir eru hérna allt frá tveimur dögum og upp í mánuð," segir Halldóra Snorradóttir starfsmaður Kattholts. Hótelið hefur verið starfrækt síðan Kattholt opnaði fyrir tuttugum árum síðan og segir Halldóra vinsældir þess aukast ár frá ári. „Það eru allir kettir velkomnir en þeir þurfa að vera full bólusettir og fressar geltir." Halldóra á sér uppáhalds kisu á hótelinu, gulbröndótta fressin Bangsa sem hún segir mannelskan og skemmtilegan. En það eru ekki allar kisurnar í sumarfríi í Kattholti því heimilislausir kettir eru þar í miklum meirihluta. „Núna eru um það bil sextíu óskilakettir, það er mikið. Á sumrin er metfjöldi katta og þetta er mjög mikið af köttum," segir Halldóra. Ágætlega gengur að koma köttunum út að sögn Halldóru þó lítið fari af þeim yfir sumartímann þegar fólk er í fríi.Hundur á Hundahótelinu Leirum.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira