Innlent

Dæmdur fyrir að stela fatnaði fyrir rúmlega 300 þúsund krónur

Valur Grettisson skrifar
Maðurinn stal fatnaði úr verslun nærri Geysi fyrir rúmlega 300 þúsund krónur.
Maðurinn stal fatnaði úr verslun nærri Geysi fyrir rúmlega 300 þúsund krónur.
Fangi á Litla-Hrauni var í dag dæmdur í 60 daga fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að stela fatnaði fyrir 322 þúsund krónur.

Maðurinn  stal fatnaðinum úr verslun Geysis shop á Geysi í Haukadal í Biskupstungum og tróð honum í bakpoka sem hann hafði meðferðis. Hann reyndi síðan að yfirgefa verslunina án þess að greiða fyrir fatnaðinn en var stöðvaður af starfsmönnum áður en hann komst út. 

Maðurinn játaði brot sín skýlaust og kemur fram í dómsniðurstöðu að hann segist iðrast brota sinna. Auk þess að vera dæmdur í 60 daga fangelsi er honum gert að greiða versluninni 155 þúsund krónur í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×