Innlent

Uppnám á Alþingi í kjölfar breytingatillögu á veiðileyfagjaldi

Hjörtur Hjartarson skrifar
Mikið uppnám varð á Alþingi í dag í kjölfar þess að Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram breytingartillögu við frumvarpi um veiðileyfagjöld. Ráðlagt var að breytingin lækki gjaldið um hálfan milljarð. Stíf fundarhöld voru í þinghúsinu í allan dag en á sjöunda tímanum í kvöld náðist samkomulag um þinglok.

Óhætt er að segja að dagurinn á Alþingi hafi verið nokkuð annasamur en samkomulag um þinglok var í gildi fyrir þingsköpum dagsins, að því leytinu til að búið var að ákveða dagskrá þingsins í dag og reiknað með að sumarþingi myndi ljúka.





Það tók hinsvegar nýja stefnu þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði fram breytingartillöguna sem felur í sér að sérstakt veiðigjald verði ekki lagt á kolmuna, sem skila átti ríkissjóði 460 milljónum króna í tekjur. Þingmenn brugðust ókvæða við og sökuðu stjórnarliða um að svíkja samkomulag frá deginum áður.

Þingfundi var ítrekað frestað í dag á meðan reynt var að komast að samkomulagi. Það var síðan á sjöunda tímanum sem það tókst. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga breytingatillögu tilbaka, í það minnsta verður hún ekki lögð fram á yfirstandandi þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×