Fótbolti

Hólmar Örn inn fyrir Hallgrím

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hólmar Örn í leik með Bochum.
Hólmar Örn í leik með Bochum. Nordic Photos / Getty Images
Önnur breyting hefur verið gerð á íslenska landsliðinu fyrir landsleikinn gegn Rússum á miðvikudag. Hólmar Örn Eyjólfsson hefur nú verið kallaður inn í hópinn.

Hólmar kemur inn fyrir Hallgrím Jónasson, leikmann SönderjyskE, sem á við meiðsli að stríða. Hólmar leikur með Bochum í Þýskalandi og á einn A-landsleik að baki.

Fyrr í dag var sagt frá því að þeir Ólafur Ingi Skúlason og Aron Einar Gunnarsson yrðu ekki með landsliðinu en leikurinn við Rússa fer fram á Spáni. Guðlaugur Victor Pálsson var kallaður inn í þeirra stað.

Aron Einar er meiddur en von er á fjölgun í fjölskyldu Ólafs Inga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×