Fótbolti

Neymar: Rooney er eini alvöru maðurinn í enska liðinu

Brasilíska undrabarnið Neymar lítur ekki á England sem mikla ógn og hefur enga trú á því að liðið geti gert stóra hluti á HM. Það hafi bara einn mann sem geti unnið leiki og það sé Wayne Rooney.

England fær tækifæri til þess að afsanna þessi orð Neymars í kvöld á Wembley.

"England er með fínt lið með góðum leikmönnum en ég lít ekki á þá sem andstæðing í baráttunni um að vinna HM. Kannski treysta þeir of mikið á Rooney. Ef maður tekur hann úr jöfnunni sér maður engan sem getur unnið leiki á sama hátt. Brasilía á aftur á móti marga slíka leikmenn," sagði Neymar.

"England er fínt lið en hafa ekki sömu gæði og lið eins og Spánn og Argentína. Sjáið Argentínu. Ef Messi er ekki í stuði þá á liðið Aguero og Tevez inni. Spánverjar eiga síðan Xavi, Iniesta og David Villa."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×