Lífið

Pjattrófurnar á uppleið

Ellý Ármanns skrifar
"Við erum á 18. hæð í Höfðatorgi með útsýni yfir austur borgina, fjallagarðinn og Úlfarsfell - hrein fegurð," segir Margrét Gústavsdóttir sem á og rekur vefinn Pjatt.is eða Pjattrófurnar sem hún opnaði í febrúar árið 2009.

Hefur útsýnið áhrif á vinnuframlagið? "Algjörlega. Ekki spurning. Vinnustaðan skiptir ekki minna máli en heimilið. Fallegt umhverfi er fyrir öllu. Þegar maður er svona hátt uppi hefur maður líka rosalega yfirsýn," segir Margrét og hlær.

Spurð út í vefinn svarar Margrét: "Lesendahópurinn á Pjattinu eru mikið til fastir lesendur. Tilgangurinn með þessum vef fæddist upp úr miklu krepputali þegar allir voru síröflandi og neikvæðir."

Pjatt.is/skjámynd af vefnum.
"Okkur langaði að búa til vef sem væri laus við það. Útgagnspunkturinn er að vera fallegur, jákvæður og skemmtilegur vefmiðill sem bætir lífið og tilveruna. Í kjölfarið urðu til sambærilegir vefir á eftir okkur en þegar Pjattrófurnar fóru í loftið var ekkert í líkingu við þetta á landinu nema Femin sem var þá orðin að vefverslun," segir Margrét.

Á Pjatt.is skrifa daglega um tíu virkir pistlahöfundar og hver og ein sérhæfir sig í sínu áhugasviði en stærsti lesendahópurinn eru konur, 25 ára og eldri. 20 þúsund notendur skoða vefinn vikulega.

Margrét gaf okkur leyfi til að birta þessa instagram-mynd sem hún tók út um gluggann á skrifstofunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.