Fótbolti

Pedro áfram á skotskónum í spænska landsliðsbúningnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pedro Rodríguez skorar hér annað marka sinna í kvöld.
Pedro Rodríguez skorar hér annað marka sinna í kvöld. Mynd/AFP
Barcelona-maðurinn Pedro Rodríguez heldur áfram að raða inn mörkum með spænska landsliðinu en hann skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Úrúgvæ í vináttulandsleik í í Doha í Katar í kvöld.

Pedro Rodríguez hefur nú skorað níu mörk í síðustu sex landsleikjum sínum en hann skoraði tvö mörk á móti Sádí-Arabíu, þrjú á móti Hvíta-Rússlandi og tvö á móti Panama.

Cesc Fabregas kom Spánverjum í 1-0 á 16. mínútu eftir sendingu Juan Mata en Cristián Rodríguez jafnaði fyrir Úrúgvæ á 32. mínútu.

Pedro skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleik það fyrra á 51. mínútu eftir sendingu frá Gerard Piqué en það seinna á 75.mínútu eftir sendingu frá Fabregas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×