Fótbolti

Þrjú lið í íslenska riðlinum töpuðu öll í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miralem Pjanic var góður í kvöld.
Miralem Pjanic var góður í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty
Noregur, Slóvenía og Kýpur töpuðu öll leikjum sínum í kvöld en þau eiga það sameiginlegt að vera með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2014.

Norðmenn töpuðu 0-2 á móti Úkraínu á Stadio Olympico i Sevilla. Mykola Morozyuk skoraði fyrra mark Úkraínu á 17. mínútu og Andriy Yarmolenko bætti við öðru marki þremur mínútum fyrir hálfleik.

Slóvenar, næstu mótherjar Íslands í riðlinum, töpuðu 0-3 fyrir Bosníu í Ljubljana. Vedad Ibisevic og Miralem Pjanic skoruðu báðir í fyrri hálfleik og Muamer Svraka innsiglaði sigurinn í seinni hálfleiknum.

Miralem Pjanic, leikmaður Roma, lagði upp tvö mörk og átti því þátt í öllum mörkum Bosníumanna en Manchester City maðurinn Edin Džeko gaf einnig eina stoðsendingu í leiknum.

Kýpurmenn komust í 1-0 á móti Serbíu í Larnaca á Kýpur en Serbar svöruðu með þremur mörkum og tryggðu sér öruggan 3-1 sigur. Dusan Tadić, hjá Twente í Hollandi, skoraði tvö marka Serba og það þriðja skoraði Dusan Basta sem leikur með Udinese á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×