Innlent

Fiskveiðibátur dreginn í land

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Björgunarskip Landsbjargar.
Björgunarskip Landsbjargar. Mynd úr safni

Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd dregur nú hundrað tonna fiskveiðibát til lands eftir að hann fékk rækjutroll í skrúfuna um fimmtíu kílómetra úti fyrir Skagaströnd laust eftir miðnætti.

Fjórir menn eru í um borð í bátnum, sem björgunarskipið Húnabjörg hefur í togi, og er skipið væntanlegt í höfn upp úr klukkan tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×