Innlent

Ingólfur á tindinn í fyrramálið

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Samsett mynd

Ingólfur Geir Gissurarson og félagar í Everest 2013-hópnum eru komnir í Suðurskarð Everestfjalls í 7.950 metra hæð.

Hópurinn hyggst hvíla sig fram eftir degi en leggja af stað á toppinn á milli klukkan 16 og 17 að íslenskum tíma.

Ingólfur mun reyna að kveikja á staðsetningartæki þegar hann leggur af stað á toppinn þar sem hægt er að fylgjast með ferð hans á toppinn, en hann á um 900 metra hækkun eftir upp á tindinn.

Gangi allt að óskum ætti Ingólfur að standa á tindinum á milli klukkan 6 og 8 í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×