Fótbolti

Maradona hættur afskiptum af fótbolta

Hinn 52 ára gamli Diego Armando Maradona ætlar að hætta öllum afskiptum af fótbolta. Hann er búinn að fá nóg af fótboltaheiminum.

Maradona var síðast þjálfari hjá arabíska liðinu Al Wasl en hann fór þaðan í fússi eins og frá flestum störfum.

"Mér finnst ógeðslegt hvernig komið er fram við þjálfara í dag. Ég hef engan áhuga á að tengjast fótboltanum lengur," sagði hinn yfirlýsingaglaði Argentínumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×