„Ég grét og hugsaði að þetta gæti verið barnaníðingur“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 20:11 Ung móðir varð fyrir miklu áfalli þegar hún fann myndir af tveggja ára gamalli dóttur sinni á Facebook-síðu ókunnugs manns. Myndirnar hafði hún sett á sína eigin Facebook-síðu skömmu áður. Guðrún Ósk Valþórsdóttir fékk afar óþægilegt símtal frá föður sínum fyrir um ári síðan, þar sem hann tjáði henni að hann hefði fyrir einskæra tilviljun rekist á Facebook-síðu hjá ókunnugum manni sem hafði mynd af dóttur Guðrúnar sem opnumynd. Guðrún veit ekkert hver maðurinn er, en ljóst er að um einhverskonar sýndarveruleika er að ræða þar sem hann lét líta út fyrir að dóttir Guðrúnar sé hans eigin. Hann hafði á síðunni tvær myndir af litlu stúlkunni auk mynda af að minnsta kosti tveimur öðrum börnum. „Ég grét náttúrulega fyrst og fór að hugsa um verstu hlutina; að þetta gæti verið barnaníðingur - maður veit aldrei. Ég veit ekki hvort að hann sé hér á landi eða útlöndum - ég veit ekki neitt," segir hún. Guðrún og fjölskylda hennar tilkynntu síðu mannsins strax til Facebook og var henni lokað í kjölfarið. Það dugði hins vegar ekki til því maðurinn opnaði aðra síðu nokkrum mánuðum síðar þar sem hann notaði myndirnar af dóttur Guðrúnar í sama tilgangi. Þeirri síðu var einnig lokað, en ekki leið á löngu þar til hann opnaði aðra síðu, þar sem myndirnar er einnig að finna, nú rúmu ári eftir að Guðrún komst á snoðir um málið. Nær ómögulegt er að fjarlægja ljósmyndir af netinu þegar þær eru farnar í dreifingu. En hvað geta foreldrar gert til að koma í veg fyrir svona aðstæður? „Ég hvet þá til að læsa öllu. Það er allt í lagi að setja inn myndir af börnunum sínum, en það verður að passa að það sé allt læst. Og geyma það að setja myndir af börnunum í „Cover-photos“ á Facebook, því það er ekki hægt að læsa því og þannig nálgast manneskjan myndir af börnunum,“ segir Guðrún Ósk. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Ung móðir varð fyrir miklu áfalli þegar hún fann myndir af tveggja ára gamalli dóttur sinni á Facebook-síðu ókunnugs manns. Myndirnar hafði hún sett á sína eigin Facebook-síðu skömmu áður. Guðrún Ósk Valþórsdóttir fékk afar óþægilegt símtal frá föður sínum fyrir um ári síðan, þar sem hann tjáði henni að hann hefði fyrir einskæra tilviljun rekist á Facebook-síðu hjá ókunnugum manni sem hafði mynd af dóttur Guðrúnar sem opnumynd. Guðrún veit ekkert hver maðurinn er, en ljóst er að um einhverskonar sýndarveruleika er að ræða þar sem hann lét líta út fyrir að dóttir Guðrúnar sé hans eigin. Hann hafði á síðunni tvær myndir af litlu stúlkunni auk mynda af að minnsta kosti tveimur öðrum börnum. „Ég grét náttúrulega fyrst og fór að hugsa um verstu hlutina; að þetta gæti verið barnaníðingur - maður veit aldrei. Ég veit ekki hvort að hann sé hér á landi eða útlöndum - ég veit ekki neitt," segir hún. Guðrún og fjölskylda hennar tilkynntu síðu mannsins strax til Facebook og var henni lokað í kjölfarið. Það dugði hins vegar ekki til því maðurinn opnaði aðra síðu nokkrum mánuðum síðar þar sem hann notaði myndirnar af dóttur Guðrúnar í sama tilgangi. Þeirri síðu var einnig lokað, en ekki leið á löngu þar til hann opnaði aðra síðu, þar sem myndirnar er einnig að finna, nú rúmu ári eftir að Guðrún komst á snoðir um málið. Nær ómögulegt er að fjarlægja ljósmyndir af netinu þegar þær eru farnar í dreifingu. En hvað geta foreldrar gert til að koma í veg fyrir svona aðstæður? „Ég hvet þá til að læsa öllu. Það er allt í lagi að setja inn myndir af börnunum sínum, en það verður að passa að það sé allt læst. Og geyma það að setja myndir af börnunum í „Cover-photos“ á Facebook, því það er ekki hægt að læsa því og þannig nálgast manneskjan myndir af börnunum,“ segir Guðrún Ósk.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira