„Verð Stjörnumaður þar til ég dey“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2013 16:15 Tryggvi Sveinn Bjarnason (t.v.) og Bjarki Páll Eysteinsson. Mynd/Samsett Knattspyrnukapparnir Bjarki Páll Eysteinsson og Tryggvi Bjarnason munu ekki spila með Stjörnunni í Pepsi-deild karla á næstu leiktíð. Bjarki Páll, sem er 27 ára og uppalinn hjá Stjörnunni, fékk fá tækifæri í liðinu í sumar. Hann hefur spilað með Garðabæjarliðinu í þremur efstu deildum Íslandsmótsins. Leikirnir eru 127 í deild og bikar. „Þjálfarinn er með ákveðin framtíðarplön sem ég passaði ekki inn í og ætlar að gefa ungum efnilegum mönnum séns,“ segir Bjarki Páll við Vísi um viðskilnaðinn við Stjörnuna og samskipti sín við þjálfarann Rúnar Pál Sigmundsson. „Ég fór á fund með Rúnari og niðurstaðan var sú að ég væri ekki í hans framtíðarplönum. Fundurinn var á góðu nótunum enda er Rúnar Páll algjör fagmaður og klárlega rétti maðurinn til að taka við Stjörnunni. Maður með gríðarlegan metnað,“ bætir kantmaðurinn eldfljóti við. „Á endanum er það ákvörðun þjálfarans hverjir spila og hverjir ekki en þegar öllu er á botnin hvolft þá snýst þetta ekki um mig eða þjálfarann heldur félagið. Og við elskum báðir þetta félag.,“ segir Bjarki sem mun áfram styðja Garðbæinga. „Það eru forréttindi að spila í bláu treyjunni og ég verð Stjörnumaður þangað til ég dey.“ Tryggvi Sveinn, sem er uppalinn hjá KR, hefur spilað með Stjörnunni frá árinu 2008. Hann á að baki 112 leiki með Stjörnunni í deild og bikar. Forráðamenn Stjörnunnar höfðu lýst yfir áhuga á að halda Tryggva í sínum röðum. Varnarmaðurinn sterki, sem var í hlutverki varamanns stærstan hluta liðins sumars, var hins vegar ekki sáttur við samningstilboð Garðbæinga og ætlar að leita á önnur mið. Samkvæmt heimildum Vísis sýndi Leiknir í Reykjavík mikinn áhuga á að fá Tryggva lánaðan í sumar. Þá vildu Keflvíkingar fá Bjarka Pál lánaðan áður en lokað var fyrir félagaskipti. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Knattspyrnukapparnir Bjarki Páll Eysteinsson og Tryggvi Bjarnason munu ekki spila með Stjörnunni í Pepsi-deild karla á næstu leiktíð. Bjarki Páll, sem er 27 ára og uppalinn hjá Stjörnunni, fékk fá tækifæri í liðinu í sumar. Hann hefur spilað með Garðabæjarliðinu í þremur efstu deildum Íslandsmótsins. Leikirnir eru 127 í deild og bikar. „Þjálfarinn er með ákveðin framtíðarplön sem ég passaði ekki inn í og ætlar að gefa ungum efnilegum mönnum séns,“ segir Bjarki Páll við Vísi um viðskilnaðinn við Stjörnuna og samskipti sín við þjálfarann Rúnar Pál Sigmundsson. „Ég fór á fund með Rúnari og niðurstaðan var sú að ég væri ekki í hans framtíðarplönum. Fundurinn var á góðu nótunum enda er Rúnar Páll algjör fagmaður og klárlega rétti maðurinn til að taka við Stjörnunni. Maður með gríðarlegan metnað,“ bætir kantmaðurinn eldfljóti við. „Á endanum er það ákvörðun þjálfarans hverjir spila og hverjir ekki en þegar öllu er á botnin hvolft þá snýst þetta ekki um mig eða þjálfarann heldur félagið. Og við elskum báðir þetta félag.,“ segir Bjarki sem mun áfram styðja Garðbæinga. „Það eru forréttindi að spila í bláu treyjunni og ég verð Stjörnumaður þangað til ég dey.“ Tryggvi Sveinn, sem er uppalinn hjá KR, hefur spilað með Stjörnunni frá árinu 2008. Hann á að baki 112 leiki með Stjörnunni í deild og bikar. Forráðamenn Stjörnunnar höfðu lýst yfir áhuga á að halda Tryggva í sínum röðum. Varnarmaðurinn sterki, sem var í hlutverki varamanns stærstan hluta liðins sumars, var hins vegar ekki sáttur við samningstilboð Garðbæinga og ætlar að leita á önnur mið. Samkvæmt heimildum Vísis sýndi Leiknir í Reykjavík mikinn áhuga á að fá Tryggva lánaðan í sumar. Þá vildu Keflvíkingar fá Bjarka Pál lánaðan áður en lokað var fyrir félagaskipti.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira