Enski boltinn

Moyes: Dómararnir eru ekki með þetta á hreinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United.
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United. Mynd/AFP
Manchester United gerði markalaust jafntefli við Chelsea í kvöld í fyrsta heimaleik sínum undir stjórn David Moyes.

„Mér fannst við spila vel en okkur tókst ekki að ná síðustu fyrirgjöfinni til að skapa færi fyrir framan markið. Við vorum með þrjá framherja en Chelsea gerði mjög erfitt fyrir okkur að skora," sagði Moyes.

Boltinn fór greinlega í hendi Frank Lampard í seinni hálfleik eftir skot Tom Cleverley en Martin Atkinson dæmdi ekki víti.

„Ég sá ekki vel hvort við áttum að fá víaspyrnu þarna en ég held að málið sé að dómarar séu ekki alveg með það á hreinu hvenær er víti og hvenær ekki þegar boltinn fer í hendi leikmanna í teignum. Dómarinn átti samt góðan dag," sagði Moyes.

„Ég er pirraður að við náðum ekki öllum stigunum en við höldum bara áfram og byggjum á þessu," sagði Moyes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×