Alfreð má hefja viðræður við Cardiff Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2013 16:42 Alfreð Finnbogason. Mynd/NordicPhotos/Getty Alfreð Finnbogason, framherji hollenska liðsins Heerenveen og langmarkahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar eins og er gæti verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina ef marka má fréttir í hollenskum fjölmiðlum. Margir hollenskir fjölmiðlar greina frá því á netsíðum sínum í dag að Alfreð hafi fengið leyfi til þess að hefja viðræður við enska úrvalsdeildarliðið Cardiff City en með liðinu leikur einmitt landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Fréttin birtist fyrst á netsíðu Omrop Fryslan. Hollenskir miðlar eru með heimildir fyrir því að Heerenveen sé tilbúið að selja Alfreð fyrir 10 milljónir evra eða 8,6 milljónir enskra punda en það þýðir að hann færi á um 1,6 milljarð íslenskra króna. Aron Einar skoraði fyrsta mark Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í 3-2 sigri á Manchester City um helgina. Cardiff er nýliði í deildinni en malasíski eigandinn Vincent Tan hefur komið með mikinn pening inn í félagið. Alfreð hefur farið á kostum í byrjun tímabilsins og er búinn að skora sex mörk í fyrstu fjórum umferðunum. Hann hefur skorað 30 mörk í 35 deildarleikjum með Heerenveen. Alfreð er í viðræðum við Heerenveen um að gera nýjan samning en frábær frammistaða hans hefur vakið upp mikinn áhuga liða í stærri deildum í Evrópu. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji hollenska liðsins Heerenveen og langmarkahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar eins og er gæti verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina ef marka má fréttir í hollenskum fjölmiðlum. Margir hollenskir fjölmiðlar greina frá því á netsíðum sínum í dag að Alfreð hafi fengið leyfi til þess að hefja viðræður við enska úrvalsdeildarliðið Cardiff City en með liðinu leikur einmitt landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Fréttin birtist fyrst á netsíðu Omrop Fryslan. Hollenskir miðlar eru með heimildir fyrir því að Heerenveen sé tilbúið að selja Alfreð fyrir 10 milljónir evra eða 8,6 milljónir enskra punda en það þýðir að hann færi á um 1,6 milljarð íslenskra króna. Aron Einar skoraði fyrsta mark Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í 3-2 sigri á Manchester City um helgina. Cardiff er nýliði í deildinni en malasíski eigandinn Vincent Tan hefur komið með mikinn pening inn í félagið. Alfreð hefur farið á kostum í byrjun tímabilsins og er búinn að skora sex mörk í fyrstu fjórum umferðunum. Hann hefur skorað 30 mörk í 35 deildarleikjum með Heerenveen. Alfreð er í viðræðum við Heerenveen um að gera nýjan samning en frábær frammistaða hans hefur vakið upp mikinn áhuga liða í stærri deildum í Evrópu.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira