Innlent

Ríkislögreglustjóri leigir flugvél undir 50 flóttamenn frá Króatíu

Til stendur að senda 50 króatíska ríkisborgara frá Íslandi með farþegarflugvél í næstu viku.
Til stendur að senda 50 króatíska ríkisborgara frá Íslandi með farþegarflugvél í næstu viku.

Til stendur að senda 50 króatíska ríkisborgara frá Íslandi með farþegarflugvél í næstu viku.

RÚV greindi frá því í kvöld að það kostaði átta milljónir króna að leigja flugvél undir hópinn en um er að ræða nokkrar fjölskyldur frá sama svæði í Króatíu. Vísir greindi frá því fyrr í dag að flestir Króatarnir sóttu um hæli hér á landi á efnahagslegum forsendum, en einnig vegna meintrar ofsóknar af trúarlegum ástæðum og þjóðernisuppruna síns.

Til þess að senda hópinn aftur til baka í einni ferð, en börn eru þar á meðal, og ákvað ríkislögreglustjóri að leigja farþegaflugvél undir Króatana og verða þeir svo sendir heim um miðja næstu viku.

Það eitt kostar eins og fyrr segir, átta milljónir króna. Samkvæmt heimildum Vísis er það þó mun ódýrara heldur en að senda hópinn með hefðbundnu farþegaflugi, hefði kostnaðurinn verið meiri.

Hópurinn kemur frá nánast sama svæði í Króatíu, en samkvæmt heimildum hafði fólkið óraunhæfar hugmyndir um aðbúnað og fleira þegar það kom hingað, þannig hafi sumir staðið í þeirri trú að börn þeirra kæmust samstundis inn í skólakerfið, aðrir töldu að þeir fengu aðgang að þráðlausu neti.

Króatía verður hluti af Evrópusambandinu þann 1. júlí. Þá getur fólkið snúið aftur og sest hér að.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×