Innlent

Öllum úr stórum hópi Króata synjað um hæli

Jóhannes Stefánsson skrifar
Ákvörðunin var tekin í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar
Ákvörðunin var tekin í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar Mynd/ GVA

Útlendingastofnun hefur tekið ákvörðun um að engum úr stórum hóp Króata verði veitt hæli né dvalarleyfi hér á landi. Einhverjir úr hópnum munu hafa kært þá ákvörðun en Innanríkisráðuneytið, í umboði Ögmundar Jónassonar, tók ákvörðun um að kæran skyldi ekki fresta réttaráhrifum frávísunarinnar. Þetta staðfestir Jóhannes Tómasson upplýsingafulltrúi Innanríkisráðuneytisins.

Ákvörðunin um að réttaráhrifunum skuli ekki frestað vekur athygli í ljósi þess að Króatía mun þann 1. júlí næstkomandi verða aðili að Evrópusambandinu og þar með að Schengen samstarfinu árið 2015.

Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir fólkið munu hafa sótt um hæli á ýmsum forsendum, til dæmis efnahagslegum forsendum en einnig vegna meintrar ofsóknar af trúarlegum ástæðum og þjóðernisuppruna síns.

Fólkið verður því flutt úr landi, að öllum líkindum í einni ferð, en um brottflutninginn sér Embætti ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×