Innlent

Ferðamenn í vanda á Öxnadalsheiði

Gissur Sigurðsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Björgunarsveitin í Varmahlíð var kölluð út klukkan tvö í nótt til að aðstoða erlenda ferðamenn í föstum bíl á Öxnadalsheiði. Þegar til kom hafði fólkið náð að losa bílinn, en þorði ekki að halda för sinni áfram.

Björgunarsveitarmaður settist þá undir stýri og á leiðinni ofan af heiðinni aðstoðuðu björgunarsveitarmenn nokkra aðra ökumenn, sem voru lentir í vandræðum vegna ófærðar. Engan sakaði í þessu slarki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×