Innlent

Kemur ekki á óvart að staða drengja fari versnandi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hún segir að það komi sér ekki á óvart að staða drengja í skólanum sé að versna, ekkert sé verið að gera til þess að styðja við strákana
Hún segir að það komi sér ekki á óvart að staða drengja í skólanum sé að versna, ekkert sé verið að gera til þess að styðja við strákana mynd/365
„Almennt eru þetta mjög vondar fréttir,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi sem á sæti í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar, um niðurstöður PISA rannsóknarinnar.

Hún segir það áhyggjuefni hvað við séum lítið að sýna árangurstölur og tala um árangur alla jafna. Hún bendir á að það séu ýmsar árangursmælingar gerðarn en að það sé ekkert verið að vinna með gögnin sem fást úr þeim. „Svo kemur það okkur alltaf jafn mikið á óvart, þegar niðurstaðan er slæm eins og í þessu tilviki. En við erum ekkert að nýta okkur þessar mælingar og vinna út frá þeim.“

„Við birtum til dæmis ekki mun á árangri nemenda á milli skóla og sveitarfélaga til þess að sýna hvernig við stöndum okkur,“ segir Þorbjörg Helga.

Hún segir að það komi sér ekki á óvart að staða drengja í skólanum sé að versna, ekkert sé verið að gera til þess að styðja við strákana. „Ég gerði skýrslu árið 2011 fyrir hönd borgarinnar um stöðu drengja og staða þeirra virðist fara versnandi sem er mjög slæmt. Ég hef gagnrýnt núverandi meirihluta fyrir að sinna málinu ekki frá því að þetta kom fram.  Enn er ekki áætlað neitt fjármagn til að styðja við tillögur til að bæta námsárangur drengja,“ segir Þorbjörg Helga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×