Innlent

Bréf sem barst íslenskum stjórnvöldum frá Snowden telst ekki umsókn um hæli

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Edward Snowden
Edward Snowden
Edward Snowden hefur sótt um hæli í tuttugu og einu landi. Átta lönd hafa þegar neitað Snowden um hæli. Íslenskum stjórnvöldum hefur, líkt og fjölmörgum öðrum ríkjum, borist bréf er varðar málefni Edwards Snowden. "Líkt og fulltrúar annarra ríkja hafa nefnt, er hins vegar ekki hægt að staðfesta hvort umrætt bréf er frá Snowden. Að auki getur bréfið ekki talist umsókn um hæli samkvæmt íslenskum lögum, enda þarf umsækjandi að vera á landinu til þess að umsókn sé tekin gild og til formlegrar meðferðar,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×