Grunnur ógæfunnar er loforð um 90% lán Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júlí 2013 07:00 Skýrslan kynnt. Eftirlit með Íbúðalánasjóði brást með öllu, útreikningar voru rangir og rangfærslur fóru fram hjá Fjármálaeftirlitinu. Fréttablaðið/Vilhelm Eftirlit með starfsemi Íbúðalánasjóðs var ófullnægjandi, samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis um sjóðinn. Skýringu á ónógu eftirliti er sögð að finna í „útbreiddu skeytingarleysi í umgengni við eftirlit, skilningsleysi á því hvað gerir eftirlit virkt og trúverðugt og í áhrifum pólitískra ráðninga“. Rannsóknin leiddi í ljós margvísleg mistök sem varða Íbúðalánasjóð, sum mjög alvarleg og hafa kostað þjóðina milljarða króna. „Og raunar er ekki séð fyrir endann á þeim kostnaði,“ segir í niðurstöðum skýrslu nefndarinnar.Rót vandans árið 2004 Rót vanda Íbúðalánasjóðs er rakin til ársins 2004 þegar viðbótarlánakerfi sjóðsins var aflagt og 90 prósenta lán buðust öllum. „Hlutverk sjóðsins var þá ekki lengur félagslegt heldur að nota ríkisábyrgð til þess að veita sem flestum lán til íbúðakaupa á sem lægstum vöxtum.“ Bent er á að upphaf áforma um 90 prósenta lánin megi rekja beint til kosningaloforðs Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2003. „Hærra veðhlutfall var í framhaldinu sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.“ Fjallað er um hvernig margvíslegt eftirlit brást á árunum eftir 2004 þegar í óefni stefndi í rekstri sjóðsins. Þannig hafi athugasemdum Ríkisábyrgðarsjóðs verið lítill gaumur gefinn – sem þó hafi ötullega bent á það sem honum fannst athugavert árin 2004 til 2006. „Að auki má nefna að Ríkisábyrgðarsjóður hafði afar veik stjórntæki til að framfylgja hlutverki sínu og takmarkaðan pólitískan stuðning.“ Bent er á að þegar uppgreiðslur lána hófust hjá Íbúðalánasjóði haustið 2004 hafi sjóðurinn tekið að lána bönkum og sparisjóðum vegna þess að hann taldi sig ekki fá næga ávöxtun hjá Seðlabankanum. „Alls fóru 95 milljarðar þannig aftur út í hagkerfið sem jók enn á ærna þenslu. Það sætir furðu að Seðlabankinn, sem lögum samkvæmt á að stuðla að stöðugu verðlagi, skuli ekki hafa séð neinar leiðir færar til að koma uppgreiðslufénu fyrir.“Ríkisendurskoðun vanhæf Nefndin bendir á að vegna þess að Ríkisendurskoðun hafi séð um innri endurskoðun sjóðsins á árunum 2005 til 2006 hafi hún í raun verið vanhæf til að gera úttektir á honum. Þó hafi hún skrifað um hann tvær skýrslur á tímabilinu. Báðar skýrslurnar eru sagðar því marki brenndar að vera málstað Íbúðalánasjóðs hagstæðari en efni hafi staðið til. Ekki hafi bætt úr skák að sumir útreikningar í skýrslum eftirlitsaðila Íbúðalánasjóðs hafi verið rangir og oft endurteknir úr eldri skýrslum. „Það gerði illt verra að Fjármálaeftirlitið sem fékk skýrslurnar virtist ekki taka eftir þessu.“ Rannsóknarnefndin skoðaði líka 21 úttekt sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) gerðu 1999 til 2012. Þar hafi Íbúðalánasjóður verið í brennidepli stóran hluta tímabilsins. „OECD hefur hvatt til einkavæðingar húsnæðislánveitinga ríkisins síðan á dögum Húsnæðisstofnunar,“ segir í skýrslunni, en frá árinu 2003 hefur verið talin brýn þörf á úrbótum í málefnum Íbúðalánasjóðs og lagðar til gagngerar breytingar og „sett fram raunhæf leiðarljós og hugmyndir um útfærslur“. Margítrekað hafi verið að ekki yrði búið við óbreytt fyrirkomulag.Ekki hlustað á AGS og OECD „Þrátt fyrir vilja og einhverja viðleitni stjórnvalda til að fara eftir ráðleggingum AGS og OECD í gegnum tíðina var ekki gripið til neinna aðgerða sem hefðu getað skilað þeim árangri sem í húfi var,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Þessi hluti rannsóknarinnar hefur því staðfest að sú tregða sem ríkti gagnvart því að taka á málum Íbúðalánasjóðs var röksemdum og ráðleggingum færustu alþjóðlegu sérfræðinga yfirsterkari.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Eftirlit með starfsemi Íbúðalánasjóðs var ófullnægjandi, samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis um sjóðinn. Skýringu á ónógu eftirliti er sögð að finna í „útbreiddu skeytingarleysi í umgengni við eftirlit, skilningsleysi á því hvað gerir eftirlit virkt og trúverðugt og í áhrifum pólitískra ráðninga“. Rannsóknin leiddi í ljós margvísleg mistök sem varða Íbúðalánasjóð, sum mjög alvarleg og hafa kostað þjóðina milljarða króna. „Og raunar er ekki séð fyrir endann á þeim kostnaði,“ segir í niðurstöðum skýrslu nefndarinnar.Rót vandans árið 2004 Rót vanda Íbúðalánasjóðs er rakin til ársins 2004 þegar viðbótarlánakerfi sjóðsins var aflagt og 90 prósenta lán buðust öllum. „Hlutverk sjóðsins var þá ekki lengur félagslegt heldur að nota ríkisábyrgð til þess að veita sem flestum lán til íbúðakaupa á sem lægstum vöxtum.“ Bent er á að upphaf áforma um 90 prósenta lánin megi rekja beint til kosningaloforðs Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2003. „Hærra veðhlutfall var í framhaldinu sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.“ Fjallað er um hvernig margvíslegt eftirlit brást á árunum eftir 2004 þegar í óefni stefndi í rekstri sjóðsins. Þannig hafi athugasemdum Ríkisábyrgðarsjóðs verið lítill gaumur gefinn – sem þó hafi ötullega bent á það sem honum fannst athugavert árin 2004 til 2006. „Að auki má nefna að Ríkisábyrgðarsjóður hafði afar veik stjórntæki til að framfylgja hlutverki sínu og takmarkaðan pólitískan stuðning.“ Bent er á að þegar uppgreiðslur lána hófust hjá Íbúðalánasjóði haustið 2004 hafi sjóðurinn tekið að lána bönkum og sparisjóðum vegna þess að hann taldi sig ekki fá næga ávöxtun hjá Seðlabankanum. „Alls fóru 95 milljarðar þannig aftur út í hagkerfið sem jók enn á ærna þenslu. Það sætir furðu að Seðlabankinn, sem lögum samkvæmt á að stuðla að stöðugu verðlagi, skuli ekki hafa séð neinar leiðir færar til að koma uppgreiðslufénu fyrir.“Ríkisendurskoðun vanhæf Nefndin bendir á að vegna þess að Ríkisendurskoðun hafi séð um innri endurskoðun sjóðsins á árunum 2005 til 2006 hafi hún í raun verið vanhæf til að gera úttektir á honum. Þó hafi hún skrifað um hann tvær skýrslur á tímabilinu. Báðar skýrslurnar eru sagðar því marki brenndar að vera málstað Íbúðalánasjóðs hagstæðari en efni hafi staðið til. Ekki hafi bætt úr skák að sumir útreikningar í skýrslum eftirlitsaðila Íbúðalánasjóðs hafi verið rangir og oft endurteknir úr eldri skýrslum. „Það gerði illt verra að Fjármálaeftirlitið sem fékk skýrslurnar virtist ekki taka eftir þessu.“ Rannsóknarnefndin skoðaði líka 21 úttekt sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) gerðu 1999 til 2012. Þar hafi Íbúðalánasjóður verið í brennidepli stóran hluta tímabilsins. „OECD hefur hvatt til einkavæðingar húsnæðislánveitinga ríkisins síðan á dögum Húsnæðisstofnunar,“ segir í skýrslunni, en frá árinu 2003 hefur verið talin brýn þörf á úrbótum í málefnum Íbúðalánasjóðs og lagðar til gagngerar breytingar og „sett fram raunhæf leiðarljós og hugmyndir um útfærslur“. Margítrekað hafi verið að ekki yrði búið við óbreytt fyrirkomulag.Ekki hlustað á AGS og OECD „Þrátt fyrir vilja og einhverja viðleitni stjórnvalda til að fara eftir ráðleggingum AGS og OECD í gegnum tíðina var ekki gripið til neinna aðgerða sem hefðu getað skilað þeim árangri sem í húfi var,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Þessi hluti rannsóknarinnar hefur því staðfest að sú tregða sem ríkti gagnvart því að taka á málum Íbúðalánasjóðs var röksemdum og ráðleggingum færustu alþjóðlegu sérfræðinga yfirsterkari.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira