Innlent

Vilja meiri þorskkvóta

Gissur Sigurðsson skrifar
Smábátasjómenn vilja aukinn þorskkvóta.
Smábátasjómenn vilja aukinn þorskkvóta.
Landssamband smábátasjómanna vill að þorskkvótinn verði aukinn um 12 prósent umfram tillögur Hafrannsóknastofnunar og verði 240 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári í stað 215 þúsund tonna, sem Hafró leggur til.

Þá vill sambandið að ýsukvótinn verði aukinn um 32 prósent frá tillögum Hafró, Steinbítskvótinn um 13 prósent og ufsakvótinn um fimm prósent. Löngu og keilukvótarnir verði hinsvegar í samræmi við tillögur Hafró. Talsmenn smábátaeigenda gegnu á fund Sigurðar Inga sjávarútvegsráðherra í fyradag og kynntu honum hugmyndirnar og færðu fyrir þeim rök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×