Innlent

Ráðist á Morsi

Farið fram á afsögn Morsi í Kaíró.
Farið fram á afsögn Morsi í Kaíró.
Sextán menn féllu og yfir 200 særðust þegar hópur byssumanna réðust á fylgismenn Mohammed Morsi, þar sem þeir voru á samkomu í háskóla í Kaíró í Egyptalandi í gærkvöldi.

Fimm ráðherrar í ríkisstjórn Morsi sögðu af sér í gær, þeirra á meðal utanríkisráðherrann. Þeir sögðu af sér í kjölfar þess að herinn gaf Morsi 48 klukkustunda frest til að koma til móts við fólkið í landinu. Farið er fram á að Morsi segi af sér en stuðningsmenn hans segja á móti að hann hafi lýðræðislegt umboð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×