Ban Ki-moon: Snowden misnotaði aðstöðu sína Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. júlí 2013 21:22 Aðalritari Sameinuðu þjóðana lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar að uppljóstrarinn Edward Snowden hefði misnotað aðstöðu sína þegar hann lak trúnaðarupplýsingum NSA. The Guardian fjallaði í dag um heimsókn Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, til Íslands. Þar var komið sérstaklega inn á ummæli hans um uppljóstrarann Edward Snowden á fundi utanríkismálanefdnar Alþingis. Ban Ki-moon sagði á fundinum að Snowden hefði misnotað aðgang sinn að rafrænum upplýsingum. Hann fordæmdi aðgerðir Snowdens og sagði hann hafa valdið miklum skaða. „Snowdenmálið er eitthvað sem ég álít vera misnotkun,“ var meðal þess sem Ki-moon sagði á fundinum. The Guardian tekur fram að ummæli aðalritarans hafi vakið undrun meðal fundarmanna, en Snowden er talinn hafa sótt um hæli hér á landi aðeins nokkrum klukkutímum áður en fundurinn fór fram. Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, bað Ki-moon um útskýringu á ummælunum sem svaraði því að slíkt upplýsingaflæði væri af hinu góða í stóru samhengi, en að það gæti leitt af sér meira slæmt en gott þegar einstaklingar misnoti aðstöðu sína. Ban bætti því við að einkalíf fólks ætti að vera grundvallaratriði í öllum löndum og að málfrelsi og upplýsingaflæði sé mikilvægt. Aftur á móti benti hann svo á að fólk þurfi að gera sér grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir því að eyða tíma á samskiptamiðlum og setja upplýsingar þar inn. Birgitta lýsti því yfir að henni þætti rangt af Ban Ki-moon að fordæma uppljóstrarann persónulega á fundinum. „Það virtist sem honum væri alveg sama um persónunjósnir stjórnvalda um allan heim og hafði aðeins áhyggjur af því hvernig uppljóstarar misnota kerfið,“ sagði Birgitta. Nánar er fjallað um málið á The Guardian. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
The Guardian fjallaði í dag um heimsókn Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, til Íslands. Þar var komið sérstaklega inn á ummæli hans um uppljóstrarann Edward Snowden á fundi utanríkismálanefdnar Alþingis. Ban Ki-moon sagði á fundinum að Snowden hefði misnotað aðgang sinn að rafrænum upplýsingum. Hann fordæmdi aðgerðir Snowdens og sagði hann hafa valdið miklum skaða. „Snowdenmálið er eitthvað sem ég álít vera misnotkun,“ var meðal þess sem Ki-moon sagði á fundinum. The Guardian tekur fram að ummæli aðalritarans hafi vakið undrun meðal fundarmanna, en Snowden er talinn hafa sótt um hæli hér á landi aðeins nokkrum klukkutímum áður en fundurinn fór fram. Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, bað Ki-moon um útskýringu á ummælunum sem svaraði því að slíkt upplýsingaflæði væri af hinu góða í stóru samhengi, en að það gæti leitt af sér meira slæmt en gott þegar einstaklingar misnoti aðstöðu sína. Ban bætti því við að einkalíf fólks ætti að vera grundvallaratriði í öllum löndum og að málfrelsi og upplýsingaflæði sé mikilvægt. Aftur á móti benti hann svo á að fólk þurfi að gera sér grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir því að eyða tíma á samskiptamiðlum og setja upplýsingar þar inn. Birgitta lýsti því yfir að henni þætti rangt af Ban Ki-moon að fordæma uppljóstrarann persónulega á fundinum. „Það virtist sem honum væri alveg sama um persónunjósnir stjórnvalda um allan heim og hafði aðeins áhyggjur af því hvernig uppljóstarar misnota kerfið,“ sagði Birgitta. Nánar er fjallað um málið á The Guardian.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira