Hæfa fólkið fær ekki vinnu nema það fari í stjórnmálaflokk Boði Logason skrifar 3. júlí 2013 14:50 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Mynd/stefán Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að búa verði til ábyrgðarkeðju í samfélaginu sem sé þannig að þeir sem valda samfélagslegu tjóni axli ábyrgð. Það sé ekki gott samfélag að þeir sem valda mesta tjóninu komist alltaf upp með það, og fái jafnvel stöðuhækkanir. „Ég tek undir með þeim þingmönnum að við eigum ekki að fara í skotgrafir, við verðum líka að búa til þannig ábyrgðarkeðju í samfélagi okkar, sem er þannig að þeir sem að valda svona miklu samfélagslegu tjóni, með annað hvort aðgerðaleysi sínu eða taka að sér stöður sem þeir valda ekki, þeir verða að axla einhverja ábyrgð - þó það sé ekki nema að segja af sér. Í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við þá sé það þannig. „Þó þú sért ekki ábyrgur persónulega fyrir stofnun, fyrir eitthvað sem gerst hafði eða starfsmaður þinn gerði, þá segir viðkomandi aðili af sér. Það býr til heilbrigðara samfélag ef það er þannig að fólk sem veldur mestum skaða í samfélagi okkar kemst alltaf upp með það, hvers konar skilaboð erum við að senda öðrum í samfélagi okkar? Þetta er brotið samfélagið sem leyfir að það sé þannig að þeir sem valda mestu tjóni komast allaf upp með það og fá jafnvel stöðuhækkanir. Það er ekki gott samfélag, ekki heilbrigt samfélag.“ Þá sagði hún að kominn væri tími til að hætta að ráða pólitískt í stöður. „Ég vildi óska þess að við gætum kallað hlutina réttum nöfnum, það er eitt sem við verðum að hætta að gera, er að ráða pólitískt í mikilvægar stöður. Það er spilling. Það heitir ekki neitt annað. En það má ekki kalla það spillingu. Því að hæfa fólkið sem vill vera virkilega góðir embættismennn, það fær aldrei vinnu nema það fari í einhvern flokk. Getum við ekki reynt að breyta þessu? Er ekki kominn tími til að læa af reynslunni.“ Birgitta talaði einnig um leigumarkaðinn, og sagði alltaf væri verið að tala um að hann sé molum. „Afhverju er það þannig að langflestir sem fara út í stærstu fjárfestingar lífsins, sem er þak yfir höfuðið, hafa svona lítil réttindi? Afhverju er það? Þessi skýrsla gefur okkur vísbendingu en ég vil hvetja alla þá nýju þingmenn sem hér eru, og þá sem hafa verið hér lengur, að lesa ótrúlega mögnuðu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hina fyrra. Að samlesa hana með þessu, og síðan þegar við fáum skýrsluna um Sparisjóðina, gefur okkur góða vísbendingu um hvert við eigum að fara og hvað við eigum að gera." Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að búa verði til ábyrgðarkeðju í samfélaginu sem sé þannig að þeir sem valda samfélagslegu tjóni axli ábyrgð. Það sé ekki gott samfélag að þeir sem valda mesta tjóninu komist alltaf upp með það, og fái jafnvel stöðuhækkanir. „Ég tek undir með þeim þingmönnum að við eigum ekki að fara í skotgrafir, við verðum líka að búa til þannig ábyrgðarkeðju í samfélagi okkar, sem er þannig að þeir sem að valda svona miklu samfélagslegu tjóni, með annað hvort aðgerðaleysi sínu eða taka að sér stöður sem þeir valda ekki, þeir verða að axla einhverja ábyrgð - þó það sé ekki nema að segja af sér. Í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við þá sé það þannig. „Þó þú sért ekki ábyrgur persónulega fyrir stofnun, fyrir eitthvað sem gerst hafði eða starfsmaður þinn gerði, þá segir viðkomandi aðili af sér. Það býr til heilbrigðara samfélag ef það er þannig að fólk sem veldur mestum skaða í samfélagi okkar kemst alltaf upp með það, hvers konar skilaboð erum við að senda öðrum í samfélagi okkar? Þetta er brotið samfélagið sem leyfir að það sé þannig að þeir sem valda mestu tjóni komast allaf upp með það og fá jafnvel stöðuhækkanir. Það er ekki gott samfélag, ekki heilbrigt samfélag.“ Þá sagði hún að kominn væri tími til að hætta að ráða pólitískt í stöður. „Ég vildi óska þess að við gætum kallað hlutina réttum nöfnum, það er eitt sem við verðum að hætta að gera, er að ráða pólitískt í mikilvægar stöður. Það er spilling. Það heitir ekki neitt annað. En það má ekki kalla það spillingu. Því að hæfa fólkið sem vill vera virkilega góðir embættismennn, það fær aldrei vinnu nema það fari í einhvern flokk. Getum við ekki reynt að breyta þessu? Er ekki kominn tími til að læa af reynslunni.“ Birgitta talaði einnig um leigumarkaðinn, og sagði alltaf væri verið að tala um að hann sé molum. „Afhverju er það þannig að langflestir sem fara út í stærstu fjárfestingar lífsins, sem er þak yfir höfuðið, hafa svona lítil réttindi? Afhverju er það? Þessi skýrsla gefur okkur vísbendingu en ég vil hvetja alla þá nýju þingmenn sem hér eru, og þá sem hafa verið hér lengur, að lesa ótrúlega mögnuðu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, hina fyrra. Að samlesa hana með þessu, og síðan þegar við fáum skýrsluna um Sparisjóðina, gefur okkur góða vísbendingu um hvert við eigum að fara og hvað við eigum að gera."
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira