Fótbolti

Aðeins þrír hafa skorað meira en Alfreð á einu tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alfreð Finnbogason er þegar kominn í hóp fjögurra leikmanna sem hafa skorað flest mörk á einu tímabili fyrir SC Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni og vantar bara eitt mark til að komast upp í þriðja sætið.

Alfreð hefur skorað 23 mörk í 24 leikjum í öllum keppnum með Heerenveen það sem af er á þessu tímabili en þeir sem hafa náð því fyrir félagið eru Jon Dahl Tomasson, Afonso Alves og Bas Dost.

Jon Dahl Tomasson skoraði 24 mörk í 38 leikjum 1996-97, Afonso Alves skoraði 37 mörk í 38 leikjum 2006-07 og Bas Dost skoraði 38 mörk í 39 leikjum með Heerenveen-liðinu á síðasta tímabili.

Alfreð hefur skorað 19 deildarmörk og 4 bikarmörk á tímabilinu en hann hefur skorað í 16 af 24 leikjum sínum með Heerenveen á þessari leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×