Enski boltinn

Isco getur valið á milli Real Madrid og City

Stefán Árni Pálsson skrifar
Isco í leik með Malaga
Isco í leik með Malaga Mynd / getty images
Francisco Suárez eða betur þekktur undir nafninu Isco íhugar þessa daganna tilboð frá Manchester City og Real Madrid.

Þessi 21 árs miðjumaður hefur verið á mála hjá Malaga síðan árið 2011 en Spánverjinn er uppalinn hjá Valencia.

Manuel Pellegrini, sem verður bráðlega kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Manchester City, hefur stýrt Malaga undanfarinn þrjú ár. Enskir fjölmiðlar greina frá því að líklega elti Isco stjórann til Englands.

„Ég hef ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð mína,“ sagði Isco.

„Pellegrini er mér eins og faðir og ég þarf að skoða Manchester City vel. Real Madrid er einnig möguleiki fyrir mig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×