Íslenski boltinn

Leiknisleikurinn í Breiðholti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Töluverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum eftir 2-2 jafntefli Leiknis og Víkings í 1. deild karla í gær. Baðst varaformaður knattspyrnudeildar Víkings meðal annars afsökunar á orðum sínum um dómara leiksins á Twitter.

Skiptar skoðanir eru um frammistöðu dómarans, Leiknis Ágústssonar, hefur verið gagnrýndur töluvert fyrir sína frammistöðu. Í meðfylgjandi myndbandi geta sparkspekingar séð helstu atvikin úr leiknum og metið þau sjálfir.

Einn dómur sem Víkingar voru afar ósáttir með var vítaspyrnudómur þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar af myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×