Innlent

Reyndi að tæla 12 ára stúlku í bíl sinn

Gunnar Valþórsson skrifar
Þegar stúlkan kom að Furugrund bar að bíl, óþekktur karlmaður vill fá hana í bílinn og segir henni að móðir hennar hafi beðið sig um að sækja hana.
Þegar stúlkan kom að Furugrund bar að bíl, óþekktur karlmaður vill fá hana í bílinn og segir henni að móðir hennar hafi beðið sig um að sækja hana. Rósa
Lögreglan á Selfossi óskar eftir vitnum að atviki sem átti sér stað í bænum í gærkvöldi. Tólf ára gömul stúlka var á gangi heim á leið á göngustíg sem liggur samhliða götunni Langholti. Þegar hún var komin að Furugrund stöðvar bíll og óþekktur karlmaður biður hana um að koma inn í bílinn. Hann segir henni ennfremur að móðir hennar hafi beðið hann um að sækja hana.

Þetta fannst stúlkunni ótrúlegt, enda stutt eftir heim og ákveður hún að hringja í móður sína sem svarar strax í símann og kannast ekki við manninn. Á meðan á þessu stóð lét maðurinn sig hverfa og ók aftur til baka norður Langholtið.

Stúlkan gat ekki gefið greinargóða lýsingu á manninum eða bíl hans og biður lögregla fólk sem mögulega hefur orðið vitni að atvikinu að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×