Grænt ljós gefið á gufulögnina Svavar Hávarðsson skrifar 18. október 2013 07:00 Borgarráð felst á að tengja Hellisheiðarvirkjun við borholur í Hverahlíð mynd/Vilhelm Borgarráð veitti í gær að Orkuveitu Reykjavíkur samþykki sitt fyrir að tengja Hellisheiðarvirkjun við borholur í Hverahlíð. Stjórn Orkuveitunnar fór þessa á leit í sumar eftir að í ljós kom að virkjunin var ekki sjálfbær og afköst fallin vel niður fyrir uppsett afl hennar. Tillaga OR var samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, greiddi atkvæði á móti og lagði fram bókun þess vegna. Uppsett afl virkunarinnar er 303 megavött (MW) og framleiddi á fullum afköstum fram til síðustu áramóta. Hún getur í dag mest framleitt 276 megavött. Vísindamenn OR áætla að afköst muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali. Besta leiðin til að viðhalda vinnslu Hellisheiðarvirkjunar er talin að tengja borholur á háhitasvæðinu í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun með gufulögn, en í Hverahlíð stefndi OR á að byggja næstu stóru jarðhitavirkjun sína. Gróft kostnaðarmat framkvæmdarinnar er um þrír milljarðar króna. Bókun Sóleyjar Tómasdóttur, borgarráðsfulltrúa Vg, var eftirfarandi: Tenging borholanna í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun er skammtímalausn sem tekur ekki á hinum raunverulega vanda sem alltof miklar væntingar til afkastagetu á svæðinu hafa skapað. Tenging þessara háhitavirkjana getur hljómað freistandi miðað við gefnar forsendur og til skamms tíma. Hún er þó alls ekki áhættulaus og miklar líkur á að hún fresti aðeins vandanum sem mun halda áfram að vaxa. Lausnin er auk þess sett fram án þess að kannaðir hafi verið kostir þess að endursemja um verð eða gera tilraun til að fá önnur orkufyrirtæki til að yfirtaka einhvern hluta samninganna sem Orkuveitan hefur ekki getað staðið við. Um orkuöflun á svæðinu ríkir mikil óvissa, það er engan veginn víst að þaðan fáist þau 45 MW sem nú er gert ráð fyrir. Ljóst er að OR mun þurfa að fara í frekari tilraunir, boranir og tengingar til að halda afkastagetunni uppi með tilheyrandi kostnaði og raski. Tillagan felur sumsé í sér áframhaldandi áhættusækni og ágenga nýtingu jarðhitakerfisins í anda úr sér genginnar stóriðjustefnu og einnig frekari tilraunir á kostnað umhverfis, almennings og komandi kynslóða. Raunafkastageta Hellisheiðarvirkjunar er ekki og verður aldrei 303 MW til lengri tíma. Neiti meirihlutinn að horfast í augu við það mun svæðið verða þurrausið innan örfárra áratuga. Þá fyrst verða góð ráð dýr og ósanngjarnt með öllu að sá kostnaður falli á afkomendur okkar. Það er löngu tímabært að snúa af braut stóriðjustefnunnar og fara að nýta jarðvarmann af varúð og skynsemi í þágu almennings. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði gegn tillögunni og lýsir yfir vonbrigðum með afgreiðslu meirihluta Besta flokks og Samfylkingar, flokka sem á tyllidögum hafa kennt sig við græna framtíð og sjálfbærni. Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Borgarráð veitti í gær að Orkuveitu Reykjavíkur samþykki sitt fyrir að tengja Hellisheiðarvirkjun við borholur í Hverahlíð. Stjórn Orkuveitunnar fór þessa á leit í sumar eftir að í ljós kom að virkjunin var ekki sjálfbær og afköst fallin vel niður fyrir uppsett afl hennar. Tillaga OR var samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, greiddi atkvæði á móti og lagði fram bókun þess vegna. Uppsett afl virkunarinnar er 303 megavött (MW) og framleiddi á fullum afköstum fram til síðustu áramóta. Hún getur í dag mest framleitt 276 megavött. Vísindamenn OR áætla að afköst muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali. Besta leiðin til að viðhalda vinnslu Hellisheiðarvirkjunar er talin að tengja borholur á háhitasvæðinu í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun með gufulögn, en í Hverahlíð stefndi OR á að byggja næstu stóru jarðhitavirkjun sína. Gróft kostnaðarmat framkvæmdarinnar er um þrír milljarðar króna. Bókun Sóleyjar Tómasdóttur, borgarráðsfulltrúa Vg, var eftirfarandi: Tenging borholanna í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun er skammtímalausn sem tekur ekki á hinum raunverulega vanda sem alltof miklar væntingar til afkastagetu á svæðinu hafa skapað. Tenging þessara háhitavirkjana getur hljómað freistandi miðað við gefnar forsendur og til skamms tíma. Hún er þó alls ekki áhættulaus og miklar líkur á að hún fresti aðeins vandanum sem mun halda áfram að vaxa. Lausnin er auk þess sett fram án þess að kannaðir hafi verið kostir þess að endursemja um verð eða gera tilraun til að fá önnur orkufyrirtæki til að yfirtaka einhvern hluta samninganna sem Orkuveitan hefur ekki getað staðið við. Um orkuöflun á svæðinu ríkir mikil óvissa, það er engan veginn víst að þaðan fáist þau 45 MW sem nú er gert ráð fyrir. Ljóst er að OR mun þurfa að fara í frekari tilraunir, boranir og tengingar til að halda afkastagetunni uppi með tilheyrandi kostnaði og raski. Tillagan felur sumsé í sér áframhaldandi áhættusækni og ágenga nýtingu jarðhitakerfisins í anda úr sér genginnar stóriðjustefnu og einnig frekari tilraunir á kostnað umhverfis, almennings og komandi kynslóða. Raunafkastageta Hellisheiðarvirkjunar er ekki og verður aldrei 303 MW til lengri tíma. Neiti meirihlutinn að horfast í augu við það mun svæðið verða þurrausið innan örfárra áratuga. Þá fyrst verða góð ráð dýr og ósanngjarnt með öllu að sá kostnaður falli á afkomendur okkar. Það er löngu tímabært að snúa af braut stóriðjustefnunnar og fara að nýta jarðvarmann af varúð og skynsemi í þágu almennings. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna greiðir atkvæði gegn tillögunni og lýsir yfir vonbrigðum með afgreiðslu meirihluta Besta flokks og Samfylkingar, flokka sem á tyllidögum hafa kennt sig við græna framtíð og sjálfbærni.
Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira