Innlent

Vanþakklátur köttur

Gunnar Valþórsson skrifar
Kötturinn fer sínar eigin leiðir.
Kötturinn fer sínar eigin leiðir.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur en þar hafði köttur fest sig upp í tré.

Kisi hafði farið nokkuð hátt eftir trjágreinunum og var því nokkuð mál að koma honum niður. Ekki bætti úr skák að kötturinn tók björgunarmönnum ekki sérstaklega vel og klóraði slökkvliðsmanninn sem fór upp í tréið á eftir honum.

Þegar niður á jörðu var komið sýndi kötturinn ekkert þakklæti heldur hljóp við svo búið út í nóttina, enda þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×