Innlent

Tekinn með 3 kíló af amfetamíni

Boði Logason skrifar
Maðurinn kom með flugi frá Brussel, 22. september.
Maðurinn kom með flugi frá Brussel, 22. september.
Karlmaður á þrítugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla miklu magni af amfetamíni til landsins.

Um er að ræða lettneskan ríkisborgara á þrítugsaldri, sem kom hingað með flugi frá Brussel 22. september.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að tollverðir hafi stöðvað för mannsins á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum.

Lögreglan handtók hann og reyndist hann vera með tæplega þrjú kíló af amfetamíni, sem vandlega voru falin í tösku hans.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir að hann var handtekinn og hefur sætt því síðan.

Rannsókn lögreglu á málinu miðar vel, en ekki hafa fleiri verið handteknir vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×