Gæti kostað ríkissjóð tugi milljarða Hjörtur Hjartarson skrifar 18. október 2013 19:00 Útgerðarfyrirtæki ættu að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort veiðigjaldið brjóti í bága við stjórnarskrá. Fyrirtækin hafa sterkan málstað enda er gjaldtakan ólögleg. Þetta segir fyrrverandi hæstarréttadómari í nýútkominni skýrslu um veiðigjöldin. Álitsgerðina vann Jón Steinar Gunnlaugsson að beiðni útgerðarfyrirtækis. Niðurstaðan er nokkuð afdráttarlaus, gjaldtakan sé ólögleg. „Hugmyndin sem hvílir á bakvið þessa síauknu veiðigjaldatöku, hún er sú að fiskistofninn sé sameign þjóðarinnar og að útgerðin þurfi því að borga þjóðinni fyrir afnot af þessari sameign. Þetta er hugmynd sem fær auðvitað ekki staðist og gengur aldrei upp.“ Ástæðuna segir Jón Steinar vera að í aflaheimildum útgerðafélaga felist eignarréttindi sem eru njóta verndar stjórnarskrár. Áðurnefnd gjaldtaka skerðir eignarréttindi þeirra sem fiskveiðar stunda. Jón Steinar mótmælir því ekki að gjöful fiskimið við Íslandsstrendur séu sannarlega sameign þjóðarinnar en það sé af og frá að hans mati að þetta þýði það að Alþingi geti bara gert upptækar grunnforsendurnar í atvinnurekstri í grundvallar atvinnuvegi þjóðarinnar, útgerðinni.Lögin um sérstakt veiðigjald tóku gildi í júlí í fyrra og byggir skattstofninn á afkomu fyrirtækjanna frá árinu á undan. Jón Steinar segir að þarna sé um skýrt skattalagabrot að ræða þar sem fyrirtækin gátu ekki, við öflun tekna sinna, vitað um skattlagninguna.„Þetta er auðvitað einhverskonar afturvirkni sem fær ekki staðist. Það er auðvitað eðlilegt að þeir sem eiga kvóta og borga þessi gjöld fari í mál og láti á það reyna fyrir dómstólum. Ég tel að þeir hafi mjög sterkan málstað þar.“ Ef dómstólar úrskurða að veiðileyfagjöldin séu ólögleg er ljóst að ríkissjóður mun verða fyrir tugmilljarða króna tekjutapi. Eftir að sérstakt veiðileyfagjald var lagt á, hafa útgerðafélögin greitt um 10 milljarða króna á ári til íslenska ríkisins í veiðigjöld. Ljóst er því að það er mikið undir fyrir ríkissjóð að lögin standis skoðun dómstóla fari málið þangað. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Útgerðarfyrirtæki ættu að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort veiðigjaldið brjóti í bága við stjórnarskrá. Fyrirtækin hafa sterkan málstað enda er gjaldtakan ólögleg. Þetta segir fyrrverandi hæstarréttadómari í nýútkominni skýrslu um veiðigjöldin. Álitsgerðina vann Jón Steinar Gunnlaugsson að beiðni útgerðarfyrirtækis. Niðurstaðan er nokkuð afdráttarlaus, gjaldtakan sé ólögleg. „Hugmyndin sem hvílir á bakvið þessa síauknu veiðigjaldatöku, hún er sú að fiskistofninn sé sameign þjóðarinnar og að útgerðin þurfi því að borga þjóðinni fyrir afnot af þessari sameign. Þetta er hugmynd sem fær auðvitað ekki staðist og gengur aldrei upp.“ Ástæðuna segir Jón Steinar vera að í aflaheimildum útgerðafélaga felist eignarréttindi sem eru njóta verndar stjórnarskrár. Áðurnefnd gjaldtaka skerðir eignarréttindi þeirra sem fiskveiðar stunda. Jón Steinar mótmælir því ekki að gjöful fiskimið við Íslandsstrendur séu sannarlega sameign þjóðarinnar en það sé af og frá að hans mati að þetta þýði það að Alþingi geti bara gert upptækar grunnforsendurnar í atvinnurekstri í grundvallar atvinnuvegi þjóðarinnar, útgerðinni.Lögin um sérstakt veiðigjald tóku gildi í júlí í fyrra og byggir skattstofninn á afkomu fyrirtækjanna frá árinu á undan. Jón Steinar segir að þarna sé um skýrt skattalagabrot að ræða þar sem fyrirtækin gátu ekki, við öflun tekna sinna, vitað um skattlagninguna.„Þetta er auðvitað einhverskonar afturvirkni sem fær ekki staðist. Það er auðvitað eðlilegt að þeir sem eiga kvóta og borga þessi gjöld fari í mál og láti á það reyna fyrir dómstólum. Ég tel að þeir hafi mjög sterkan málstað þar.“ Ef dómstólar úrskurða að veiðileyfagjöldin séu ólögleg er ljóst að ríkissjóður mun verða fyrir tugmilljarða króna tekjutapi. Eftir að sérstakt veiðileyfagjald var lagt á, hafa útgerðafélögin greitt um 10 milljarða króna á ári til íslenska ríkisins í veiðigjöld. Ljóst er því að það er mikið undir fyrir ríkissjóð að lögin standis skoðun dómstóla fari málið þangað.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira