Engin orka er eyrnamerkt ákveðnum verkefnum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. maí 2013 08:00 Enn er ósamið um orku fyrir álver í Helguvík. Norðurál hefur ekki skrifað undir orkusölusamninga við HS Orku og OR. fréttablaðið/pjetur Orka sem ekki verður nýtt í álver í Straumsvík verður ekki sjálfkrafa færð í önnur verkefni heldur seld hæstbjóðanda. „Það er hlutverk fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkuauðlindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir,“ segir Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hann segir að markmið Landsvirkjunar sé að bjóða samkeppnishæf kjör á raforku með langtímasamningum. Fram hefur komið að álverið í Straumsvík mun ekki nýta alla þá orku sem fyrirhugað var samkvæmt samningum. Samningur er í gildi á milli Rio Tinto Alcan, sem rekur álverið, og Landsvirkjunar, um kaup á 75 MW. Meðal annars til að uppfylla þann samning réðst Landsvirkjun í byggingu Búðarhálsvirkjunar. Samningurinn gildir til ársins 2036 og verða fyrirtækin að ná saman ef bregða á út af honum. Það er hins vegar ekki þannig að orka frá ákveðinni virkjun fari beina leið til notandans. Orkan fer inn á dreifikerfið og notandinn fær síðan umsamið magn, hver sem uppruni orkunnar er. Fréttablaðið hefur greint frá því að hugmyndir hafi verið uppi um að sú orka sem ekki nýtist í Straumsvík gæti farið í fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík. Það er þó engan veginn víst. Losni Rio Tinto undan orkukaupssamningunum verður orkan einfaldlega boðin hæstbjóðanda til sölu. Það gæti vissulega verið Norðurál, en þarf þó ekki að vera. Norðurál hefur ekki enn skrifað undir orkusölusamninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur, þannig að ekkert er sjálfgefið í þessum efnum. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir að fyrirtækið geti útvegað um 100 MW af orku til álvers í Helguvík þremur árum eftir að farið verður í framkvæmdir. OR áformar byggingu Hverahlíðarvirkjunar, meðal annars til að sjá álveri í Helguvík fyrir orku. Sú staðreynd að OR fékk ekki undanþágu frá hertri mengunarvarnarreglugerð fyrir jarðvarmavirkjanir getur hins vegar sett strik í þann reikning, að minnsta kosti hvað tímasetningu varðar. „Við byggjum ekki nýja virkjun á meðan þetta er óleyst. Hvenær það verður vitum við ekki, það verður að koma í ljós,“ sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í samtali við Fréttablaðið 27. apríl. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Orka sem ekki verður nýtt í álver í Straumsvík verður ekki sjálfkrafa færð í önnur verkefni heldur seld hæstbjóðanda. „Það er hlutverk fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkuauðlindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir,“ segir Magnús Þór Gylfason, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hann segir að markmið Landsvirkjunar sé að bjóða samkeppnishæf kjör á raforku með langtímasamningum. Fram hefur komið að álverið í Straumsvík mun ekki nýta alla þá orku sem fyrirhugað var samkvæmt samningum. Samningur er í gildi á milli Rio Tinto Alcan, sem rekur álverið, og Landsvirkjunar, um kaup á 75 MW. Meðal annars til að uppfylla þann samning réðst Landsvirkjun í byggingu Búðarhálsvirkjunar. Samningurinn gildir til ársins 2036 og verða fyrirtækin að ná saman ef bregða á út af honum. Það er hins vegar ekki þannig að orka frá ákveðinni virkjun fari beina leið til notandans. Orkan fer inn á dreifikerfið og notandinn fær síðan umsamið magn, hver sem uppruni orkunnar er. Fréttablaðið hefur greint frá því að hugmyndir hafi verið uppi um að sú orka sem ekki nýtist í Straumsvík gæti farið í fyrirhugað álver Norðuráls í Helguvík. Það er þó engan veginn víst. Losni Rio Tinto undan orkukaupssamningunum verður orkan einfaldlega boðin hæstbjóðanda til sölu. Það gæti vissulega verið Norðurál, en þarf þó ekki að vera. Norðurál hefur ekki enn skrifað undir orkusölusamninga við HS Orku og Orkuveitu Reykjavíkur, þannig að ekkert er sjálfgefið í þessum efnum. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir að fyrirtækið geti útvegað um 100 MW af orku til álvers í Helguvík þremur árum eftir að farið verður í framkvæmdir. OR áformar byggingu Hverahlíðarvirkjunar, meðal annars til að sjá álveri í Helguvík fyrir orku. Sú staðreynd að OR fékk ekki undanþágu frá hertri mengunarvarnarreglugerð fyrir jarðvarmavirkjanir getur hins vegar sett strik í þann reikning, að minnsta kosti hvað tímasetningu varðar. „Við byggjum ekki nýja virkjun á meðan þetta er óleyst. Hvenær það verður vitum við ekki, það verður að koma í ljós,“ sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í samtali við Fréttablaðið 27. apríl. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira