Innlent

Þekktur handrukkari stóð að árásinni

Myndin er úr safni
Myndin er úr safni Mynd/ VILLI

Tveir menn voru handteknir í gær vegna árásarinnar sem átti sér stað í Breiðholti í gær en ekki er vitað til þess að lögreglan hafi rætt við fleiri vegna árásarinnar. Málið er nú komið til rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Árásin átti sér stað í Ystaseli í Seljahverfi í Beiðholti síðdegis í gær. Hvorki ofbeldismennirnir né þolandinn eru íbúar við götuna. Karlmaðurinn sem ráðist var á lá í blóði sínu þegar lögregla kom á vettvang. Vitni að árásinni segja að allt að tíu manna hópur hafi ráðist á manninn og meðal annars misþyrmt honum með hafnaboltakylfu sem skilin var eftir á vettvangi. Var fólki mjög brugðið enda munu börn hafa orðið vitni að atganginum.

Í Fréttablaðinu segir að hópurinn hafi umkringt manninn og elt. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu tveir úr hópnum haft sig mest í frammi en annar þeirra er þjóðþekktur handrukkari.

Þolandinn mun hafa verið mjög blóðugur á efri hluta líkamans en ekki er vitað nánar um meiðsl hans. Þær fréttir fengust af Landspítalanum að maðurinn væri þar en ekki er vitað hvenær hann verður útskrifaður.

Mennirnir sem voru handteknir munu vera á fertugsaldri og hafa margsinnis komið við sögu lögreglunnar áður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×