Innlent

Banna U-beygju á Snorrabraut

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Júlíus Vífill Ingvarsson, segir hægt að draga úr hraða á Snorrabraut með öðrum aðferðum en beita eigi.
Júlíus Vífill Ingvarsson, segir hægt að draga úr hraða á Snorrabraut með öðrum aðferðum en beita eigi. Fréttablaðið/Pjetur
Banna á að taka U-beygju á Snorrabraut við Bergþórugötu þegar ekið er til suðurs til að draga úr slysahættu.

Einn fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði sat hjá þegar tillagan var samþykkt og sagði að við breytingar á Snorrabrautinni hafi ekki verið tekið tillit til allra athugasemda slökkviliðsins.

„Hægt er að draga úr umferðarhraða og auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi með ýmsum öðrum aðferðum en þeim sem hér er beitt. Ein af þeim er að gangbrautir séu skýrar og í samræmi við lög,“ bókaði Júlíus Vífill Ingvarsson úr Sjálfstæðisflokki.

Aðrir fulltrúar í ráðinu, þar á meðal tveir sjálfstæðismenn, samþykktu bannið. „Íbúar við Snorrabraut hafa árum saman kvartað undan hraðakstri og óöryggi á götunni,“ bókuðu fulltrúarnir sem kváðu mikið tillit tekið til athugasemda slökkviliðsins. „Sérfræðingar borgarinnar í samgöngum og umferðaröryggi eru þess fullvissir að breytingar auki öryggi götunnar,“ sögðu þeir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×