Enski boltinn

Suarez mætir United í fyrsta leik eftir leikbannið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Luis Suarez í leik gegn Manchester United.
Luis Suarez í leik gegn Manchester United. Nordicphotos/AFP
Það virðist hafa verið skrifað í skýin að fyrsti leikur Luis Suarez, framherja Liverpool, eftir tíu leikja bann yrði gegn Manchester United.

Stórliðin drógust hvor gegn öðru í 3. umferð í deildabikarnum en dregið var í gærkvöldi. Leikurinn fer fram 24. eða 25. september á Old Trafford í Manchester.

Suarez hefur verið orðaður við brotthvarf frá Liverpool og ítrekað komið þeirri skoðun sinni á framfæri að hann vilji burt. Ekkert hefur gerst enn sem komið er en félagaskiptaglugganum verður lokað á mánudag.

Suarez var dæmdur í tíu leikja bann á síðustu leiktíð fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í deildarleik liðanna á Anfield. Hann hefur af þeim sökum ekki tekið þátt í leikjum Liverpool á leiktíðinni enn sem komið er.

Liverpool og Manchester United mætast á Anfield í deildinni á sunnudag. Suarez missir af leiknum vegna fyrrnefnds leikbanns.

Dráttinn í deildabikarinn má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×