Innlent

Lækka verð atvinnulóða í Hafnarfirði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu.
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vilja stuðla að atvinnuuppbyggingu. Fréttablaðið/Stefán
Lækka á gatnagerðargjöld á atvinnulóðum í Hafnarfirði til að freista þess að laða að kaupendur.



„Tilefni þessarar sérstöku lækkunar er sú kyrrstaða sem einkennt hefur eftirspurn eftir lóðum á höfuðborgarsvæðinu og nauðsyn þess að stuðla að aukinni atvinnuuppbyggingu,“ segir bæjarráð, sem sömuleiðis hyggst veita sérstakan afslátt ef framkvæmdir hefjast á úthlutaðri lóð innan eins árs og er lokið innan þriggja ára.

Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að þeir fögnuðu því að gefin yrði heimild til lækkunar verðs atvinnulóða, Með því væri tekið undir sjónarmið bæjarfulltrúa flokksins sem birtist í tillögu þeirra í maí í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×