Innlent

Ávísun á kollsteypustjórnmál

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna,  er ósátt við ákvörðun umhverfisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ósátt við ákvörðun umhverfisráðherra.
„Þessi vinnubrögð eru ávísun á alger kollsteypustjórnmál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna í samtali við Fréttablaðið.

Katrín spurði Sigurð Inga Jóhannesson umhverfisráðherra í gær á Alþingi út í lagaumhverfi náttúruverndar. Samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar verður gildistaka nýrra náttúruverndarlaga sem taka áttu gildi 1. apríl 2014 afturkölluð.

„Þarna er ráðherra að hleypa allri vinnu síðasta ráðherra í uppnám,“ sagði Katrín sem teldi mun betra að ráðherra breytti bara einstökum greinum sem honum líkar ekki.

„Ákvæði um skógrækt og utanvegaakstur á hálendinu hafa verið nefnd sem dæmi. Það lá fyrir að menn væru ekki á eitt sáttir um þau ákvæði og þá liggur beint við að breyta þeim. Mér finnst alltof langt gengið þarna,“ sagði Katrín.

Katrín sagðist ekki hafa fengið svör við því af hverju ráðherra veldi að afnema lögin í heild í stað þess að breyta einstaka greinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×