Stoltur að fá medalíuna inn á sitt borð Jón Júlíus Karlsson skrifar 15. október 2013 15:27 Silfurmedalían hefur verið seld. Silfurmedalía sem leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik vann sér sinn á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 er seld. Medalían var í umboðssölu hjá Safnaramiðstöðinni á Hverfisgötu en var í dag tekin úr sölu. Sigurður Helgi Pálmason hjá Safnaramiðstöðinni vildi ekki greina fá því hver keypti medalíuna, né fyrir hvað háa upphæð. Uppsett verð var tvær milljónir króna. Ingimundur Ingimundarson, varnamaður íslenska landsliðsins, sagði í samtali við Vísi að hann grunaði að um auglýsingabrellu væri að ræða hjá Safnaramiðstöðinni - enginn silfurmedalía væri í raun til sölu. Sigurður Helgi sagði eðlilegt að grunsemdir um slíkt vöknuðu upp. „Ég geri mér fulla grein fyrir að sú hugsun geti vaknað upp hjá fólki. Það er hins vegar ekki rétt og þessi medalía var til sölu hjá mér. Það var aðili sem bað mig um að koma þessu í sölu fyrir sig og ég vissi hvað ég var með í höndunum þegar þetta kom inn á mitt borð,“ segir Sigurður Helgi.Safnaranörd frá 13 ára aldri „Þetta er vissulega mikil og góð auglýsing fyrir mig en ég er fyrst og fremst stoltur að hafa fengið þetta í sölu hjá mér. Ég hef verið safnaranörd frá því að ég var 13 ára gamall og orgaði jafn mikið þegar ég fékk þetta inn í verslunina og þegar Ísland fékk silfrið á sínum tíma.“ Margir hafa velt því fyrir sér hvort það sé siðferðislega rétt að selja silfurmedalíuna sem vannst á Ólympíuleikunum. Sigurður Helgi segir ekkert óeðlilegt við söluna. „Ég veit ekki hvað er rangt við þetta. Það eru ekki allir á góðum stað fjárhagslega. Þetta er hluti af eign þessa einstaklings. Ég veit ekki hvers vegna hann er að selja en hann er í fullum rétti til þess.“ Silfurmedalían sem Logi Geirsson vann á Ólympíuleikunum er á öruggum stað í Kaplakrika í Hafnarfirði.Mynd/FH Tengdar fréttir Búið að selja medalíuna - Silfurdrengir neita sölu Handknattleiksleikmennirnir Sigfús Sigurðsson, Sturla Ásgeirsson og Ingimundur Ingimundarson segjast ekki vera viðriðnir sölu á silfurmedalíu frá Ólympíuleikunum í Kína árið 2008. 15. október 2013 13:51 Ekki ólympíuandinn að selja silfurverðlaunin Forseta ÍSÍ finnst salan sorgleg og sambandið mun skoða málið. 15. október 2013 07:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Silfurmedalía sem leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik vann sér sinn á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 er seld. Medalían var í umboðssölu hjá Safnaramiðstöðinni á Hverfisgötu en var í dag tekin úr sölu. Sigurður Helgi Pálmason hjá Safnaramiðstöðinni vildi ekki greina fá því hver keypti medalíuna, né fyrir hvað háa upphæð. Uppsett verð var tvær milljónir króna. Ingimundur Ingimundarson, varnamaður íslenska landsliðsins, sagði í samtali við Vísi að hann grunaði að um auglýsingabrellu væri að ræða hjá Safnaramiðstöðinni - enginn silfurmedalía væri í raun til sölu. Sigurður Helgi sagði eðlilegt að grunsemdir um slíkt vöknuðu upp. „Ég geri mér fulla grein fyrir að sú hugsun geti vaknað upp hjá fólki. Það er hins vegar ekki rétt og þessi medalía var til sölu hjá mér. Það var aðili sem bað mig um að koma þessu í sölu fyrir sig og ég vissi hvað ég var með í höndunum þegar þetta kom inn á mitt borð,“ segir Sigurður Helgi.Safnaranörd frá 13 ára aldri „Þetta er vissulega mikil og góð auglýsing fyrir mig en ég er fyrst og fremst stoltur að hafa fengið þetta í sölu hjá mér. Ég hef verið safnaranörd frá því að ég var 13 ára gamall og orgaði jafn mikið þegar ég fékk þetta inn í verslunina og þegar Ísland fékk silfrið á sínum tíma.“ Margir hafa velt því fyrir sér hvort það sé siðferðislega rétt að selja silfurmedalíuna sem vannst á Ólympíuleikunum. Sigurður Helgi segir ekkert óeðlilegt við söluna. „Ég veit ekki hvað er rangt við þetta. Það eru ekki allir á góðum stað fjárhagslega. Þetta er hluti af eign þessa einstaklings. Ég veit ekki hvers vegna hann er að selja en hann er í fullum rétti til þess.“ Silfurmedalían sem Logi Geirsson vann á Ólympíuleikunum er á öruggum stað í Kaplakrika í Hafnarfirði.Mynd/FH
Tengdar fréttir Búið að selja medalíuna - Silfurdrengir neita sölu Handknattleiksleikmennirnir Sigfús Sigurðsson, Sturla Ásgeirsson og Ingimundur Ingimundarson segjast ekki vera viðriðnir sölu á silfurmedalíu frá Ólympíuleikunum í Kína árið 2008. 15. október 2013 13:51 Ekki ólympíuandinn að selja silfurverðlaunin Forseta ÍSÍ finnst salan sorgleg og sambandið mun skoða málið. 15. október 2013 07:00 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Búið að selja medalíuna - Silfurdrengir neita sölu Handknattleiksleikmennirnir Sigfús Sigurðsson, Sturla Ásgeirsson og Ingimundur Ingimundarson segjast ekki vera viðriðnir sölu á silfurmedalíu frá Ólympíuleikunum í Kína árið 2008. 15. október 2013 13:51
Ekki ólympíuandinn að selja silfurverðlaunin Forseta ÍSÍ finnst salan sorgleg og sambandið mun skoða málið. 15. október 2013 07:00