Breyting á greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa: Mistök gerð í aðdraganda nýs kerfis Hrund Þórsdóttir skrifar 15. október 2013 18:30 Gerð hefur verið breyting á greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa, sem tók gildi í vor. Fólk á nú að öðlast sjálfkrafa rétt til fullrar greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við lyfjakaup, þegar hámarkskostnaði vegna þeirra er náð og verður umsókn læknis, sem krafist hefur verið hingað til, óþörf. Heilbrigðisráðherra segir markmiðið að einfalda kerfið og ná fram hagræðingu. Nú hefur ýmislegt fleira við þetta kerfi verið gagnrýnt, er verið að skoða einhverjar frekari breytingar á því? „Já, það stendur yfir heildarendurskoðun á greiðsluþátttöku sjúklinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu og þær athugasemdir sem hafa komið fram við greiðsluþátttökukerfið fara þangað inn,“ segir Kristján. Voru mistök í vor að setja þetta kerfi á í núverandi mynd? „Nei, ég er ekki endilega sammála því. Ég held að mistökin hafi kannski verið þau að kerfið hafi ekki verið nægilega vel kynnt og skýrt út fyrir fólki hvað þarna var á ferðinni. Stærsti ágallinn á breytingunni var held ég að aðdragandinn var ekki nægilega vel undirbúinn.“ Lyfsalar hafa kvartað undan því að með nýja kerfinu geti þeir ekki lengur veitt afslætti af lyfjum, þar sem ríkið hirði mismuninn. Vegna þessa hefur hefur Haukur Ingason, lyfsali í Garðsapóteki, sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Kristján segir afslætti ennþá mögulega. Er þá að þínu mati ekki rétt hjá lyfsölunum að þeir geti ekki veitt sínum viðskiptavinum afslætti? „Að hluta til hafa þeir rétt fyrir sér í þeirri gagnrýni. Hvað varðar þessi greiðsluskyldu lyf, þá eru takmarkanir til að veita afslætti þar fyrir hendi. Hins vegar er full heimild og frelsi til samkeppni á öllum öðrum lyfjum og vörum sem lyfsalarnir eru að selja,“ segir Kristján að lokum. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Gerð hefur verið breyting á greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa, sem tók gildi í vor. Fólk á nú að öðlast sjálfkrafa rétt til fullrar greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við lyfjakaup, þegar hámarkskostnaði vegna þeirra er náð og verður umsókn læknis, sem krafist hefur verið hingað til, óþörf. Heilbrigðisráðherra segir markmiðið að einfalda kerfið og ná fram hagræðingu. Nú hefur ýmislegt fleira við þetta kerfi verið gagnrýnt, er verið að skoða einhverjar frekari breytingar á því? „Já, það stendur yfir heildarendurskoðun á greiðsluþátttöku sjúklinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu og þær athugasemdir sem hafa komið fram við greiðsluþátttökukerfið fara þangað inn,“ segir Kristján. Voru mistök í vor að setja þetta kerfi á í núverandi mynd? „Nei, ég er ekki endilega sammála því. Ég held að mistökin hafi kannski verið þau að kerfið hafi ekki verið nægilega vel kynnt og skýrt út fyrir fólki hvað þarna var á ferðinni. Stærsti ágallinn á breytingunni var held ég að aðdragandinn var ekki nægilega vel undirbúinn.“ Lyfsalar hafa kvartað undan því að með nýja kerfinu geti þeir ekki lengur veitt afslætti af lyfjum, þar sem ríkið hirði mismuninn. Vegna þessa hefur hefur Haukur Ingason, lyfsali í Garðsapóteki, sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Kristján segir afslætti ennþá mögulega. Er þá að þínu mati ekki rétt hjá lyfsölunum að þeir geti ekki veitt sínum viðskiptavinum afslætti? „Að hluta til hafa þeir rétt fyrir sér í þeirri gagnrýni. Hvað varðar þessi greiðsluskyldu lyf, þá eru takmarkanir til að veita afslætti þar fyrir hendi. Hins vegar er full heimild og frelsi til samkeppni á öllum öðrum lyfjum og vörum sem lyfsalarnir eru að selja,“ segir Kristján að lokum.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira