Lífið

Áramótaheit fræga fólksins: Ætlar að njóta þess sem lífið hefur uppá að bjóða

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
"Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að strengja hin stóru áramótaheit. Hins vegar held ég að það sé nauðsynlegt fyrir alla að líta yfir farinn veg við og við og skoða hvað maður hefur gert vel og hvað ekki og þá hvernig maður getur bætt sig, bæði vinnulega séð en ekki síst sem manneskja," segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir. Hún er ekki í vafa um hvað hún vill gera meira af árið 2014.

"Mig langar til þess að eyða meiri tíma með fjölskyldunni minni og vinum, halda áfram að fylla líf mitt og annarra af gleði, ást og hamingju, vera góð við sjálfa mig og aðra og njóta alls þess góða sem lífið hefur uppá að bjóða. Er það ekki bara ágætis markmið?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.