Innlent

Sjómenn álykta um kjaramál og afnám sjómannaafsláttar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sjómannadeild Framsýnar skorar á sjómannasamtökin og LÍU að leita allra leiða til að ganga frá kjarasamningi fyrir sjómenn á fiskiskipum.
Sjómannadeild Framsýnar skorar á sjómannasamtökin og LÍU að leita allra leiða til að ganga frá kjarasamningi fyrir sjómenn á fiskiskipum.
Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar var haldinn í kvöld. Fundurinn var að venju líflegur og auk þess málefnalegur.

Fundurinn samþykkti að álykta um kjaramál og afnám sjómannaafsláttarins. Í fréttatilkynningu frá Framsýn kemur fram að eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á aðalfundinum í kvöld:

Sjómannadeild Framsýnar skorar á sjómannasamtökin og LÍU að leita allra leiða til að ganga frá kjarasamningi fyrir sjómenn á fiskiskipum sem byggi á framlögðum tillögum Sjómannasambands Íslands.

Sjómenn hafa nú verið kjarasamningslausir frá árslokum 2010 sem er ólíðandi með öllu. Þá fagnar fundurinn þeim mikilvæga árangri sem náðist á árinu þegar Sjómannadeild Framsýnar gekk frá kjarasamningi fyrir áhafnir hvalaskoðunarbáta á Húsavík fyrst allra stéttarfélaga á Íslandi. Ljóst er að samningurinn bætir réttarstöðu þessara starfsmanna verulega.

Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar ítrekar enn og aftur mótmæli sín varðandi aðför stjórnvalda að sjómönnum með afnámi sjómannaafsláttarins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að kjör sjómanna skerðist ekki þó ákvörðun sé tekin um það á hinum pólitíska vettvangi að kostnaður af sjómannaafslættinum sé færður frá ríki til útgerðanna.

Sjómannadeild Framsýnar krefst þess að stjórnvöld dragi skerðinguna nú þegar til baka sem að fullu á að koma til framkvæma um þessi áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×